Frjáls verslun - 01.07.2002, Side 48
GJfllDÞROT NflNOO
Nanoq-málið verður rekið fyrir dómstólum og
útkljáð þar. En þetta mál málanna um tíma í
sumarþar sem talað var um „veð sem þýfi og
stuld" mun breyta gangi mála í verslun.
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson
rblúsinn
í Nanoa
Löglegt en siðlaust!" „Löglegur þjófnaður!" „Ótrúleg lög sem
gefa Jjármálastofnunum færi að hirða eigur annarra!" „Útsalan
hjá Nanoq eftir gjaldþrotið var lögleg þýfissala!“ Þessar setn-
ingar eru aðeins lítið dæmi af öllum þeim fuflyrðingum og fúk-
yrðum sem flogið hafa í viðskiptalífinu eftir gjaldþrot Nanoqs í
Kringlunni í sumar. Upphrópunarmerkin eru orðin mörg og
skyldi í sjálfu sér engan undra því í Nanoq kom til kasta mjög
umdeildra laga um forgangsveð (allsheijarveð) fjármálastofnana
í birgðum annarra í verslunum. Það fer heldur ekki á milfi mála að
heildverslanirnar (birgjarnir) sváfu sjálfar á verðinum og voru
viljugri en ella við að algreiða vörur til verslunarinnar vegna þess
að þær trúðu því aldrei að Nanoq gæti farið á höfuðið fyrst svo Jjár-
sterkir aðilar stæðu að versluninni og að þeir sætu uppi með skefl-
inn. Fyrirtæki í eigu Hofsflölskyldunnar voru langstærstu eigend-
urnir i Nanoq og Jón Pálmason sat þar í stjórn.
Nanoq-máflð er í raun tvö mál. Annars vegar gjaldþrotið og það
hvernig Spron var með veð í birgðum heildsala og hins vegar
salan á 70% hlutafjárins til GA Péturssonar sem ekki gekk eftir
vegna fyrirstöðu hjá Spron sem taldi að ekki væri hægt að bjarga
fyrirtækinu. Við beinum kastljósi okkar fyrst og fremst að gjald-
þrotinu og hinum umdeildu lögum sem aflir hafa verið að ræða
um. Heildarskuldir Nanoq við erlenda birgja eru um 66 mifljónir
króna, en við íslenska birgja um 65 milljónir króna auk veðs í inn-
réttingum verslunarinnar. Kröfuhafar ætla að fara í mál við stjórn-
endur fyrirtækisins og telja að ekki hafi verið til fullnustu reynt að
bjarga fyrirtækinu - og þar með kröfum þeirra. Þeir eru harðorðir
í garð fyrrum eigenda Nanoq en einnig fjármálafyrirtækja og þá
einkum SPRON sem Nanoq var í bankaviðskiptum við. Stærstu
kröfuhafarnir eru Austurbakki með 27 mifljónir, Sportmenn með
tæpar 11 mifljónir og Sportís með 7 milljónir. Þyrping, sem var
hluthafi í Nanoq, er með kröfu upp á 18,5 milljónir, Rekstrarfélag
Kringlunnar með 14 milljónir. Af erlendum kröfuhöfum er
Rossignol stærstur með um 24 mifljónir, The North Face með um
10 mifljónir króna, IC Company með um 5 milljónir.
Vöknuðu heildverslanir upp við vondan draum? Gjaldþrot
Nanoqs mun örugglega breyta gangi mála í verslun á íslandi í
framtíðinni. Heildverslanir lita á það sem hreinan og kláran
þjóihað að íjármálastofnun geti haft forgangsveð í birgðum þeirra