Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 55

Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 55
íbúðalánasjóður ertil húsa í þessari byggingu við Borgartún 21. „Hlut- verk íbúðalánasjóðs á lánsfjármarkaði á íslandi hlýtur að koma til nán- ari skoðunar á næstu misserum. í árslok 2001 voru útlán sjóðsins 355 milljarðar og eigið fé 8,6 milljarðar, starfsemi sjóðsins fellur í aðal- atriðum að hefðbundinni lánastarfsemi og mætti ná fram hagræði ef umsýsla og rekstur sjóðsins væri nær samkeppnisumhverfinu." ins hefur því orðið sú að tvö fyrirtæki með um 35 - 40% hlutdeild hvort og það þriðja með um 25% hlutdeild þjóna íslenska markaðinum. Ætla má að íslenskum tjármálamarkaði væri vel þjónað með svipaðri uppbyggingu á bankamarkaði, þ.e. að hér yrðu til þrir öflugir alhliða bankar sem hver um sig tengdust vátryggingafélögum eignarlega. Þá yrðu til þijár öflugar samsteipur sem gætu veitt samkeppnisfæra og öfluga alþjóðlega fjár- málaþjónustu. Stofnun ðflugra fjármálasamstæðna Hægt er að sjá fyrir að þrjár fjármálasamsteypur, sem myndaðar væru úr áðurnefndum bönkum og tryggingafélögum, verði stoðir í flármálaþjón- ustu á íslandi með tiltölulega jafnri hlutdeild og virkri samkeppni. Það er m.a. undir því komið hvernig til tekst í markaðsvæðingu sparisjóð- anna og að þeir fari ólíkar leiðir í samvinnu eða samruna við aðrar íjármálastofnanir. í því dæmi sem hér er sýnt er reiknað með að sparisjóðirn- ir og Kaupþing hafi valið samstarf við ólíka að- ila eftir væntanlegum hagsmunum hvers og eins. Með þessum hætti væru þrjár einingar sem hver um sig væri 50% stærri en stærsta einstaka ein- ingin er í dag. Við hlið þessara aðila störfuðu síðan smærri sjálfstæð miðlun- arfyrirtæki á sviði vátrygginga og líftrygginga eða fjármálaþjón- ustu sem veittu stærri fyrirtækjunum aðhald og alþjóðlega sam- keppni með miðlun innlendrar og erlendrar fjármálaþjónustu. Mikilvægur þáttur sparisjóða - samlegðaráhrif Sú niðurstaða, sem nú liggur óumdeild fyrir og ekki átti að koma á óvart, að stofnfjáreigendur sparisjóða eigi stjórnarskrárvarinn rétt tíl stofnfjárhlutanna og geti selt slíka hluta, mun verða stofnfjáreig- endum hvatning tíl að huga að samkeppnisstöðu sparisjóðanna hver á sínu starfssvæði. Landsbankinn hefur óskað eftír viðræðum við sparisjóði um samstarf, en ætla má að hagur stofnljáreigenda, starfsfólks, við- skiptavina og sparisjóðanna sjálfra getí verið best tryggður með slíku samstarfi. Gagnkvæmur ávinningur af samstarfi sparisjóða við Landsbankann gæti m.a. verið: a. Styrking á eigin fé og aukin arðsemi. b. Bættur aðgangur að erlendu lánsfé og lækkun lántöku- kostnaðar. G. Víðtækara þjónustuframboð, þ.m.t. á sviði vátrygginga og líf- trygginga. d. Lækkun á einingarkostnaði vegna flárfestínga í tækni. e. Öflugri Jjárfestíngarbanka- og eignastýringarstarfsemi. Erlendar reynslutölur sýna veruleg samlegðaráhrif af sam- einingum banka. Kostnaðaráhrif: Sameining viðskiptabanka; lækkun um 35% af kostnaði smærri einingarinnar eða 12% af sameiginlegum kostn- aði. Sameining viðskiptabanka við íjárfestingarbanka eða trygg- ingafélag skilar minni samlegðaráhrifum. Tekjuáhrif: Ef sambærilegar einingar sameinast innan sama markaðar eru tekjuáhrif væntanlega lítil sem engin. Ahrifin geta orðið neikvæð ef hlutí viðskiptavina skiptir um banka. Ólíkar einingar og bankar sem ekki vinna á sömu markaðssvæðum geta náð á bilinu 2-10% jákvæðum tekjuáhrifum af samruna, m.v. erlenda reynslu. Niðurstaða Þörfin iýrir hagræðingu í ljármálaumhverfinu er ekki einkamál stjórnenda og eigenda Jjármálafyrirtækja held- ur eru það þjóðhagslegir hagsmunir að íslenska fjármálakerfið nái fram hagræðingu og kostnaðarlækkun, bankar þurfa að verða stærri til að geta þjónað sífellt stækkandi íyrirtækjum og staðist samkeppni við erlend Jjármálafyrirtæki. Á næstu miss- erum munu enn aukast kröfur um aukið hagræði og meiri arð- semi í rekstri Jjármálafyrirtækja. Brýnt er að sparisjóðir lands- ins nýti það tækifæri sem nú gefst til að verða öflugir þátttak- endur í því ferli. Ofangreindar reynslutölur sýna veruleg samlegðaráhrif af sameiningum Jjármálafyrirtækja. Ef samstaða næðist um stofn- un nýrra Jjármálasamstæðna gæti samanlagt markaðsvirði Jjár- málafyrirtækja aukist um allt að 8 til 12% að raunvirði en virðis- auki fyrir eigendur Jjármálafyrirtækja gæti numið 13 til 15 millj- örðum króna. Um mikla hagsmuni hluthafa banka og trygg- ingarfélaga og stofnfjáreigenda sparisjóða er að ræða. Mestur er þó hagur viðskiptavina þessara fyrirtækja. [H Viðskiptabankarnir þrír eru tiltölulega hóflega verðlagðir ef tekið er mið af væntu V/H- eða Q-hlutfalli. Skv. nýlegri skýrslu frá HSBC er vænt V/H-hlutfall norrænna banka að meðaltali 11,9 og Q-hlutfall 1,58. Hjá öðrum evrópskum bönkum eru meðaltölin 13,9 og 1,75. 55

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.