Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 55
íbúðalánasjóður ertil húsa í þessari byggingu við Borgartún 21. „Hlut- verk íbúðalánasjóðs á lánsfjármarkaði á íslandi hlýtur að koma til nán- ari skoðunar á næstu misserum. í árslok 2001 voru útlán sjóðsins 355 milljarðar og eigið fé 8,6 milljarðar, starfsemi sjóðsins fellur í aðal- atriðum að hefðbundinni lánastarfsemi og mætti ná fram hagræði ef umsýsla og rekstur sjóðsins væri nær samkeppnisumhverfinu." ins hefur því orðið sú að tvö fyrirtæki með um 35 - 40% hlutdeild hvort og það þriðja með um 25% hlutdeild þjóna íslenska markaðinum. Ætla má að íslenskum tjármálamarkaði væri vel þjónað með svipaðri uppbyggingu á bankamarkaði, þ.e. að hér yrðu til þrir öflugir alhliða bankar sem hver um sig tengdust vátryggingafélögum eignarlega. Þá yrðu til þijár öflugar samsteipur sem gætu veitt samkeppnisfæra og öfluga alþjóðlega fjár- málaþjónustu. Stofnun ðflugra fjármálasamstæðna Hægt er að sjá fyrir að þrjár fjármálasamsteypur, sem myndaðar væru úr áðurnefndum bönkum og tryggingafélögum, verði stoðir í flármálaþjón- ustu á íslandi með tiltölulega jafnri hlutdeild og virkri samkeppni. Það er m.a. undir því komið hvernig til tekst í markaðsvæðingu sparisjóð- anna og að þeir fari ólíkar leiðir í samvinnu eða samruna við aðrar íjármálastofnanir. í því dæmi sem hér er sýnt er reiknað með að sparisjóðirn- ir og Kaupþing hafi valið samstarf við ólíka að- ila eftir væntanlegum hagsmunum hvers og eins. Með þessum hætti væru þrjár einingar sem hver um sig væri 50% stærri en stærsta einstaka ein- ingin er í dag. Við hlið þessara aðila störfuðu síðan smærri sjálfstæð miðlun- arfyrirtæki á sviði vátrygginga og líftrygginga eða fjármálaþjón- ustu sem veittu stærri fyrirtækjunum aðhald og alþjóðlega sam- keppni með miðlun innlendrar og erlendrar fjármálaþjónustu. Mikilvægur þáttur sparisjóða - samlegðaráhrif Sú niðurstaða, sem nú liggur óumdeild fyrir og ekki átti að koma á óvart, að stofnfjáreigendur sparisjóða eigi stjórnarskrárvarinn rétt tíl stofnfjárhlutanna og geti selt slíka hluta, mun verða stofnfjáreig- endum hvatning tíl að huga að samkeppnisstöðu sparisjóðanna hver á sínu starfssvæði. Landsbankinn hefur óskað eftír viðræðum við sparisjóði um samstarf, en ætla má að hagur stofnljáreigenda, starfsfólks, við- skiptavina og sparisjóðanna sjálfra getí verið best tryggður með slíku samstarfi. Gagnkvæmur ávinningur af samstarfi sparisjóða við Landsbankann gæti m.a. verið: a. Styrking á eigin fé og aukin arðsemi. b. Bættur aðgangur að erlendu lánsfé og lækkun lántöku- kostnaðar. G. Víðtækara þjónustuframboð, þ.m.t. á sviði vátrygginga og líf- trygginga. d. Lækkun á einingarkostnaði vegna flárfestínga í tækni. e. Öflugri Jjárfestíngarbanka- og eignastýringarstarfsemi. Erlendar reynslutölur sýna veruleg samlegðaráhrif af sam- einingum banka. Kostnaðaráhrif: Sameining viðskiptabanka; lækkun um 35% af kostnaði smærri einingarinnar eða 12% af sameiginlegum kostn- aði. Sameining viðskiptabanka við íjárfestingarbanka eða trygg- ingafélag skilar minni samlegðaráhrifum. Tekjuáhrif: Ef sambærilegar einingar sameinast innan sama markaðar eru tekjuáhrif væntanlega lítil sem engin. Ahrifin geta orðið neikvæð ef hlutí viðskiptavina skiptir um banka. Ólíkar einingar og bankar sem ekki vinna á sömu markaðssvæðum geta náð á bilinu 2-10% jákvæðum tekjuáhrifum af samruna, m.v. erlenda reynslu. Niðurstaða Þörfin iýrir hagræðingu í ljármálaumhverfinu er ekki einkamál stjórnenda og eigenda Jjármálafyrirtækja held- ur eru það þjóðhagslegir hagsmunir að íslenska fjármálakerfið nái fram hagræðingu og kostnaðarlækkun, bankar þurfa að verða stærri til að geta þjónað sífellt stækkandi íyrirtækjum og staðist samkeppni við erlend Jjármálafyrirtæki. Á næstu miss- erum munu enn aukast kröfur um aukið hagræði og meiri arð- semi í rekstri Jjármálafyrirtækja. Brýnt er að sparisjóðir lands- ins nýti það tækifæri sem nú gefst til að verða öflugir þátttak- endur í því ferli. Ofangreindar reynslutölur sýna veruleg samlegðaráhrif af sameiningum Jjármálafyrirtækja. Ef samstaða næðist um stofn- un nýrra Jjármálasamstæðna gæti samanlagt markaðsvirði Jjár- málafyrirtækja aukist um allt að 8 til 12% að raunvirði en virðis- auki fyrir eigendur Jjármálafyrirtækja gæti numið 13 til 15 millj- örðum króna. Um mikla hagsmuni hluthafa banka og trygg- ingarfélaga og stofnfjáreigenda sparisjóða er að ræða. Mestur er þó hagur viðskiptavina þessara fyrirtækja. [H Viðskiptabankarnir þrír eru tiltölulega hóflega verðlagðir ef tekið er mið af væntu V/H- eða Q-hlutfalli. Skv. nýlegri skýrslu frá HSBC er vænt V/H-hlutfall norrænna banka að meðaltali 11,9 og Q-hlutfall 1,58. Hjá öðrum evrópskum bönkum eru meðaltölin 13,9 og 1,75. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.