Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Qupperneq 60

Frjáls verslun - 01.07.2002, Qupperneq 60
Ellen Ingvadóttir er kynningastjóri íslensku sjávarútvegssýningarinnar. og segir Ellen sig hafa rekið í rogastans þegar hún sá alla tæknina á fyrstu sýningunni. „Þá var tölvuvæðing- in komin inn í vinnslu og fiskveiðar og ég hugsaði með mér: Nú erum við komin á endapunkt, við náum varla lengra á þessu sviði! Fyrir sex árum hugsaði ég það sama og svo aftur fyrir þremur árum og alltaf verður tæknin meiri þannig að ég veit ekki við hveiju á að bú- ast nú. Enda er brú í skipum að verða eins og stjórn- borð í geimskipi - eða eins og ég ímynda mér það,“ segir Ellen og glettnin skín úr augum hennar. Frumkvöðlar Hjónin Patricia Foster og John Legate voru upphafsmenn þess að koma á sjávarútvegssýn- ingu hér á landi. „Þau sáu möguleikana sem hér bjuggu,“ segir Ellen. „Við íslendingar erum mjög fram- arlega í hópi þróunarsamfélaga og sýningin kristallast í því, enda byrjaði hún strax stór, í samanburði við aðrar íslenskar sýningar og hefur þróast áfram í þá áttina. Eg veit ekki hvaða takmörk sýningin hefur en nú er sýn- ingarsvæðið með öllu um 13.000 fm undir þaki, sem er talsvert stærra en áður var. Fjöldi bílastæða hefur verið aukinn mjög og öll aðstaða er til fyrirmyndar, enda get ég leyft mér að segja að sjávarútvegssýningarnar eru glæsilegustu sýningar sem haldnar eru hér á landi.“ Orðsporið Víða um heim - og auðvitað hér á íslandi - segja menn að þessi sýning sé ein þeirra sem bókstaf- lega megi ekki missa af. Flestir sem á einhvern hátt koma nálægt sjávarútvegi, vinnslu eða þjónustu í kring um hann, vita af sýningunni og gildi hennar sem kynn- ingar- og sölusýning er ótvíræð. „Þó við vitum auðvitað ekki nákvæmlega hvað fram fer á milli sýnenda og gesta, segir það sig sjálft að fyrirtækin nota þetta tæki- færi bæði til að mynda og viðhalda persónulegu sam- Framfarirnar ótrúlegar Ellen Ingvadóttir kemur víða við í íslensku þjóðfélagi. Hana mátti finna í áhöfn víkingskipsins íslendings á leið til Ameríku, á lögreglustöðinni eða í dómsölum að túlka skrítin mál, en hún er löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, og í góðra vina hópi þar sem smitandi hlátur hennar heyrist langar leiðir. Eitt af því sem Ellen hefur tekið sér fyrir hendur um ævina er að vera blaðafulltrúi Islensku sjávarútvegssýningarinnar sem orðin er fastur punktur í tilverunni á Islandi. Sýningin nú er sú þriðja sem hún starfar að og segir Ellen miklar breyt- ingar hafa átt sér stað á þeim níu árum sem hún hefur komið nálægt henni. „Við vorum með sýninguna í Laugardalshöllinni, enda þjónaði hún sínum tilgangi vel,“ segir Ellen. „Svo kom að því að breytingar urðu á aðstæðum varðandi sýningarhaldið. Þá leituðum við til Kópavogsbæjar og nú erum við í annað sinn þar og teljum aðstöðuna fyrsta flokks. Enda hefur Kópavogs- bær gert vel í því að koma til móts við þarfir okkar og allt gengið eftir sem lofað hefur verið.“ Sjávarútvegssýningin hefur alla tíð verið mikil tæknisýning bandi við viðskiptavini sína og auðvitað eiga sér stað viðræður um kaup og kjör - enda sýningin öðrum þræði sölusýning. I kringum sjávarútveginn er gríðarlega mikil þjónusta og því er lögð áhersla á að hún er samsýning sjávarútvegsfyrirtækja, fiskvinnslufyrirtækja og fyrirtækja í þjónustugreinum." Nýjungar Stöðugt er verið að bæta þjónustuna við sýningar- gesti og eitt af því sem nú gerist er að hægt er að bóka sig fyrir- fram á netinu. „Það er til mikilla þæginda fyrir fólk að panta á netinu. Viðkomandi fær sent barmmerki og þarf ekki að bíða í biðröð, heldur getur farið inn á sýninguna á „hraðbraufsegir Ellen. „Margir erlendu gestanna hafa notað sér þetta og einnig íslenskir en vegna sýningarinnar eru öll hótelherbergi á höfuð- borgarsvæðinu að verða upppöntuð." Að sögn hennar binda aðstandendur sjávarútvegssýningarinnar miklar vonir við nýja forbókunarkerfið en það auðveldar m.a. sýnendum að sjá hverjir eru gestir á básum þeirra og stuðlar þannig að auknum tjáskiptum, auk þess sem allt aðgengi gesta verður fljótara og þægilegra. H!1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.