Frjáls verslun - 01.07.2002, Síða 62
Hún er sannkölluð hefðarkona, „lady Pat,“ segir fólk
um Patriciu Foster. Þetta er kona með mikla
útgeislun, afburða dugleg og hefur vit á við-
skiptum. Hún er alltaf vel til höfð og kemur í einu og
öllu fram eins og hefðarkona og þarf aldrei að berjast
um athygli. Hún bara fær hana og það meira að segja í
þessum karlaheimi sem sjávarútvegur er óneitanlega.“
Þetta er konan á bak við Sjávarútvegssýninguna. Auð-
vitað hefur hún ekki unnið ein en hún á svo sannarlega
stóran hlut í að hafa gert sýninguna að því sem hún er í
dag. „Islendingar kynntust Patriciu fýrst á sýningu í Bella
Center árið 1983,“ segir Bjarni Þór Jónsson, íslenskur
sölustjóri Sjávarútvegssýningarinnar. „Þar voru þá
staddir m.a. Eiríkur Tómasson, sem átti Fiskifréttir, og
Þórleifur Olafsson, ritstjóri Fiskifrétta. Þessir herramenn
spurðu Pat hvort hún væri ekki til í að koma til Islands og
skoða möguleika á að setja hér upp sjávarútvegssýningu
þar sem hér væri nokkuð góður markaður og tækifæri.
Patriciu leist vel á hugmyndina og það varð úr að hún
kæmi hingað til lands og kíkti á aðstæður."
„Hún er afspyrnu ákveðin og dugleg kona,“ segir
Bjarni. „Sem dæmi um það get ég sagt að á íýrstu sýn-
ingunni sá ég um sölu til íslenskra framleiðslufyrir-
Það gustar um Patriciu Foster. Hún er sögð hafa mikla útgeislun og alltaflíta
vel út en undir niðri sé kjarni úrstáli.
Hefðarkonan Patricia
tækja en við skiptum svæðinu í íslenskan og erlendan hluta. Ég
hafði m.a. til umráða og sölu sviðið á Laugardalshöllinni og
hafði staðið í samningaviðræðum við hóp Vestmannaeyinga
sem ætluðu að taka það en áttu eftir að skrifa undir samning.
Þá hringdi Pat í mig og tilkynnti mér að hún væri með á
sínum snærum erlent fyrirtæki sem vildi fá sviðið og að hún
vildi ganga frá þeirri sölu. Hún var nokkuð ákveðin í símann
eins og hennar var von og vísa en ég firrtist við þessar fréttir
og tilkynnti henni að ef hún ætlaði sér að vinna svona, ganga
inn á mína samninga og brejda þeim, gæti hún bara selt sjálf á
alla sýninguna.
Ég hef sjálfsagt verið svolítið hvass í símann þvf daginn eftír
mættí Pat hingað. Hún hafði þá tekið fyrstu flugvél til landsins
og svo beið hún allan daginn eftír mér á meðan ég var á fundum
tíl að hitta mig um kvöldið. Svo varð auðvitað bara gott úr þessu
en eftír þetta gekk samstarfið eins og best verður á kosið.“B!l
Þjóðarbásarnir
að má með sanni segja að alþjóðlegt andrúmsloft ríki á
Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi. Þar hafa verið settir
upp sérstakir þjóðarbásar, þar sem sýnendur frá ein-
stökum löndum sameinast um pláss. Þannig geta gestir fundið
anda þjóðanna leika um sig í norska, sænska, danska,
færeyska og enska básnum en einnig verða Kóreumenn með
bás og svo ítalir, Þjóðverjar, Frakkar og fleiri þjóðir.
Forsvarsmenn sýningarinnar segja vaxandi áhuga fólks
utan Skandinavíu á sýningunni og að hún sé nú þegar komin í
hóp stærstu og fjölsóttustu sjávarútvegssýninga í heimi. IH