Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 70

Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 70
Hjálmur Nordal, Knstjan Þ. Davíðsson og Pétur Einarsson, við- skiptastjórar ífiskiðnaðarteymi Islandsbanka. Mynd: Geir Ólajsson sjavarutveg fra 1905 þegar Fiskveiðisjóður var stofnaður og svo í gegnum Utvegsbankann síðar á síðustu öld. Núna er það fiskiðn- aðarteymið sem heldur uppi merkjum bankans og vinnur að því að byggja upp þjónustu og aðstoð við fyrirtæki í fiskiðnaði hér á landi og víðs vegar um heim. Fiskiðnaðarteymið hefur einbeitt sér að sex svæðum og byggist það á mati lánshæfis og lagalegs og fjárhagslegs umhverfis. Þetta er að finna í Noregi, Austur-Kanada, Alaska, Suður-Afríku, Chile og á Nýja-Sjálandi. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að hafa aðgang að stærstu fiskistofnum sem um getur. „Aðstæður í þessum löndum eru ekki ólíkar aðstæðum okkar. I þessum löndum er þróaður fiskiðnaður sem býr við efna- hagslegt og lagalegt umhverfi sem ekki er óáþekkt því sem við búum við. Fiskistofnanirnir eru áþekkir okkar stofnum. Þetta eru kaldsjávarfiskveiðar, eldi og vinnsla og uppbyggingin er svipuð og hér; uppsjávarfiskur, botnfiskur, fiskeldi, rækja. Þarna er ekkert framandi á ferðinni þar sem við þurfum að byggja upp þekk- inguna frá grunni. I öllum tilfellum er um einhvers konar fiskveiði- stjórnunarkerfi að ræða þannig að áhættan er ásættanleg. Við byggjum á þeirri reynslu sem við höfum og vinnum markvisst að því að byggja upp tengsl við fyrirtæki og stofnanir á þessum svæðum. Allir höfum við líka starfað alþjóðlega í sjávarútvegi og það kemur okkur til góða,“ segir Hjálmur. Sambankalán í stórum verkefnum Fiskiðnaðarteymi íslands- banka viðhefur skipuleg vinnubrögð þegar farið er inn á nýjan markað. Pétur segir að þeir kynni sér vel lagalegt umhverfi, Útrás íslandsbanka í alþjóðlegum fiskiðnaði Alþjóðlegur fiskiðnaður hefur breyst gríðarlega síðustu 25 árin, ekki síst við almenna útfærslu efnahagslögsögu í 200 mílur og upptöku kvótakerfa í fiskveiðistjórnun, sem al- mennt hefur verið komið á í heiminum. Akveðin samþjöppun og hagræðing hefur átt sér stað og nú eru fiskiðnaðarfyrirtækin miklu stærri og sterkari einingar en áður var. Stóra breytingin er einnig tvímælalaust fiskeldið og þar er tegundunum sífellt að fjölga, núna er t.d. verið að rannsaka möguleika á eldi steinbíts og ýsu, svo nærtæk dæmi séu nefnd. „Laxeldi hefur þróast frá því að þykja ævintýramennska í kringum 1960 upp í það að vera stór iðnaður. Fiskeldið er að þróast hröðum skrefum í sömu átt og annar fiskiðnaður, einingum fækkar og þær stækka. Vaxtar- möguleikar fiskiðnaðarins eru fyrst og fremst í eldi. Flestallir fiskistofnar í heiminum eru fullnýttir. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær verður framleiddur meiri eldisfiskur en fæst með veiði úr sjó,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, viðskiptastjóri í í fisk- iðnaðarteymi Islandsbanka. Starfar í sex löndum Þeir eru þrír mættir til að spjalla um útrás íslandsbanka í alþjóðlegum fiskiðnaði; viðskiptastjórarnir Hjálmur Nordal, Kristján og Pétur Einarsson. Þeir hafa unnið að þessari útrás í fjögur ár eða frá því FBA, sem síðar sameinaðist Islandsbanka, var stofnaður. Islandsbanki er enginn nýgræðingur á þessu sviði. Bankinn hefúr verið leiðandi í þjónustu við íslenskan kvótakerfi og lög og reglur um eignarrétt áður en farið er á fundi með opinberum aðilum, lögfræðingum, endurskoðendum, full- trúum flármálastofnana og fyrirtækja í viðkomandi landi. Ekki þykir nauðsynlegt að stofna útibú erlendis því að fjarlægðir skipta sífellt minna máli á tímum góðra samgangna og tölvusam- skipta. „íslandsbanki er stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða og reyndar einn af stærstu bönkum í þessari grein í heiminum. Fiskiðnaðurinn sjálfur er sífellt að verða alþjóðlegri og fyrirtækin þurfa mjög sérhæfða þjónustu og aðstoð, t.d. við kaup og sölu á fyrirtækjum, gjaldeyrisáhættustýringu og alþjóðlega fjár- mögnun á stórum og flóknum verkefiium,“ segir hann og nefnir sem dæmi um þjónustu bankans fimm milljarða sambankalán með Bank of Nova Scotia til Kanada, sem kynnt var nýlega, og kaup SH á fiskréttaverksmiðju í Bretlandi. - Hvernig líst ykkur á áform Kauphallar Islands um að koma hugsanlega á fót sérstökum alþjóðlegum markaði með fyrirtaeld í fiskiðnaði? „Mjög vel. Við erum vel í stakk búnir að þjóna fyrirtækjum til þess að skrá sig hér á hlutabréfamarkaði og versla með við- komandi bréf. Við erum jafnvel í mjög góðri stöðu til þess að koma með slík fyrirtæki hingað á markaðinn og vera upp- spretta að slíkum skráningum. Þetta yrði því mjög góð þróun,“ svarar Pétur Einarsson. B!1

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.