Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 81
Kristján Pálsson, framkvæmdastjóri Jóna Transþort, er nýjluttur til landsins eftir að hafa starfað í sjö ár í Bretlandi. „Það er töluverður mun- ur á veitingastöðum hér og í Bretlandi, nóg er af„fish and chiþs“ stöðunum. Þó að 300 þúsund manns búi í Hull og það sé mikið fisksvæði þá eru góðir fiskréttarstaðir teljandi á fingrum annarrar handar. “ Mynd: Geir Ólafsson Kristján Pálsson, Jónar Transport Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur W Eg hóf störf sem fram- kvæmdastjóri Jóna Trans- port 1. júlí síðastliðinn. Ég er ábyrgur fyrir daglegum rekstri Jóna á íslandi og dóttur- fyrirtækjum erlendis. Jónar eru flutningsmiðlari með eigin skrifstofur á Islandi, í Dan- mörku, Hollandi og Bretlandi og víðtækt net samstarfsaðila í flugfrakt og sjófrakt um allan heim, allt frá Bandaríkjunum í vestri til Austurlanda ijær. Þessari starfsemi tylgir tölu- verð ferðalög og samskipti við erlenda samstarfsaðila. Við erum í fagi þar sem hlutirnir gerast mikið erlendis því að við erum ekki bara í viðskiptum á Islandi. Við erum lika í flutn- ingsmiðlun milli landa erlendis og flytjum m.a. vöru sem aldrei kemur til íslands," segir Krist- ján Pálsson, framkvæmdastjóri JónaTransport. „Mín helstu verkefhi sem nýs framkvæmdastjóra eru að leiðbeina, hvetja og örva starfsfólk félagsins, enn- fremur að sameina alla mis- munandi þætti starfseminnar í eina heild. Ég legg mikla áherslu á fagmannleg sam- skipti við riðskiptavininn, að hafa auga tyrir öllum smáatrið- um sem skipta hann máli. Án hans værum við ekki tíl. Við erum að veita heildarlausnir í flutningaferlinu, það er mikil- vægt fyrir kúnnann að vita til þess að hann geti fengið heildarþjónustu hjá Jónum,“ segir Kristján. „Við erum stærsti einstaki flutnings- miðlarinn í flugi og sjó á Islandi og bjóðum upp á hrað- flutninga í samstarfi við er- lenda flutningsmiðlara og er- lent hraðflutningafyrirtæki sem heitir Dansaz Air Express. Við erum í mikilli samkeppni við önnur vöru- merki á Islandi í hraðflutn- ingum og hyggjumst leggja meiri áherslu á hraðflutninga í framtíðinni,“ segir hann. Kristján er 36 ára gamall, kvæntur Ernu Kettler dag- skrárgerðarmanni og eiga þau tvær dætur, Ágústu, 8 ára, og Láru, 6 ára. Sonur Kristjáns, William, er 16 ára og er að hefja nám við Menntaskólann í Reykjavík. Kristján er alinn upp á Seltjarnarnesi. Hann er sonur Páls Guðmundssonar, verkstjóra hjá Granda, og Bjargar Kristjánsdóttur hús- móður, sem ættuð eru frá ísa- firði. Hann lauk námi í við- skiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá háskólanum í Suður-Alabama í Bandarikj- unum 1991. Hann hefur unnið hjá Samskipum í 11 ár, þar af í fjögur ár sem framkvæmda- stjóri Samskipa í Bretlandi með staðsetningu í Hull og Immingham. „Bretland er stór þáttur í viðskiptakeðju Islend- inga. Sem framkvæmdastjóri Samskipa var ég ábyrgur lyrir öllum rekstri, sölu og mark- aðsmálum í Bretlandi. Ég vann einnig að því að stofna skrifstofu Jóna á Heathrow- flugvelli og var mikið á ferða- lögum milli Bretlands og ann- arra landa Evrópu. Sam- keppnin er gríðarleg en Bretar hafa góða og mikla reynslu af íslandsviðskiptum og íslend- ingum gengur vel í rekstri í Bretlandi," segir hann. Fjöl- skyldan kunni vel við sig í Bretlandi, fótboltaáhugi Krist- jáns fékk ágæta útrás, bæði með því að fara á leiki og fylgj- ast með boltanum í sjónvarpi, og svo eru náttúrulega kjörað- stæður til að spila golf í Bret- landi. „Við höfum alltaf komið reglulega heim síðustu árin og þá hefúr maður farið í golfxð hér. Aðalviðbrigðin eru því bara hvað sumarið er stutt á Islandi en annars eru hér mjög góðar aðstæður til að leika golf og vellirnir eru orðnir margir og góðir. Ég fór svo í veiði í íyrsta skipti nýlega og veiddi bleikju í fyrsta skipti á flugu í árlegri veiðiferð með við- skiptavinum okkar en Maríu- laxinn bíður min enn,“ segir Kristján. Bleikjan verður notuð í sushi. „Það er frábær matur. Það er töluverður mun- ur á veitingastöðum hér og í Bretlandi, maður finnur t.d. ekki marga góða fiskréttar- staði í Bretlandi nema í stærri borgunum. Bretarnir halda sig við ,Jish and chips“ og þá hvort heldur í hádegis- eða kvöldmat. Þó að 300 þúsund manns búi í Hull og það sé mikið fisksvæði þá eru þar ekki nema einn góður fiskrétt- arstaður. Bretar eru mjög íhaldssamir í matargerð og lítið af faglærðum kokkum. Þeir leggja meira upp úr örbylgjunni enda er stórkost- legt úrval af tilbúnum réttum, hvort heldur í örbylgjuna eða ofninn, að fá í stórmörkuð- unum,“ segir hann að lokum. [B 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.