Morgunn - 01.06.1969, Page 7
tJlfur Ragnarsson, læknir:
Ný viðhorf
Erindi flutt í Sálarrannsóknafélagi Islands.
☆
I.
Öþrjótandi brunnur forvitnilegra fræða er til. Það er hægt
að halda athygli manna fastri með mörgu móti. En einmitt
með því að sveigja athygli fólks að forvitnilegum hlutum er
hægt að hindra að það hugsi um það, sem nauðsynlegt er og
mestu máli skiptir. Fjölmiðlunartækin eru þarna fremst í
flokki. Þau binda hug fólksins við það, sem mesta forvitni
vekur. Fæstir hafa vit til að hafna því, sem ekkert erindi á
til þeirra.
Mér var ljóst, þegar ég var beðinn að taka til máls, að
annaðhvort bæri mér að mæla þarft eða þegja. En hvað átti
ég að segja. Á hverju er þörfin mest?
I tómarúminu, sem stundum verður milli hugsana, skaut
upp skrýtilegu setningarbroti: ,,... vegna þess að lögmáls-
brotin magnast. . .“. Rétt að athuga þettabetur. Oft er hvað
mest vit í því, sem kemur úr tóminu, hugsaði ég. Þetta mun
vera úr spádómi Jesú um endalok þess tímabils, sem við lif-
um á, ef ég man rétt, hugsaði ég líka. f orðalyklinum að
Nýja testamentinu fletti ég upp á lögmálsbrot. Mattheus
24.12., þarna var það: „Og vegna þess, að lögmálsbrotin
magnast mun kærleikur alls þorra manna kólna.“
Er þetta annars ekki öfugt? Ætti það ekki að vera svona:
„Vegna þess að kærleikur alls þorra manna kólnar, munu
lögmálsbrotin magnast?“ Þannig er það augljóslega rétt, að
kærleiksleysið orsakar ill verk og röng. En hitt er líka rétt,
og þannig á það að standa. Hvorutveggja er rétt. Lögmáls-
l