Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Page 11

Morgunn - 01.06.1969, Page 11
MORGUNN 5 stejna er hann merkilegur, ef hann er í höndum þeirra, sem fara með gát í leit sinni að þekkingu. Sem líknarstefna í sorg og sjúkdómi er hann líka merkilegur, ef varúðar er gætt. Auðtrúa fólk og aðgæzlulaust hefur unnið spíritismanum meira tjón en andstæðingar hans, þó hart sé að þurfa að kyngja því. Fyrirbrigðin gerast engu síður, þó að fullri gát og gagnrýni sé beitt, verða einmitt gleggri, ef þannig er á haldið. En það verðum við að vita, að í höndum hnýsinna manna, sem ekki starfa í kærleika, getur spíritismi orðið ómerkileg niðurrifsstefna. En þetta þori ég að fullyrða, að miSlar, sem lifa og starfa í kœrleika, eru á leiðum Hins Hœsla. Hver sá, sem heldur því fram, að sá, sem vinnur verk sín í kærleika, sé verkfæri hins illa, ber ljúgvitni. Sá, sem starfar í Guði, getur ekki verið utan hans. Það, sem úrslitum ræður, er ekki hvort maðurinn sé miðill eða ekki miðill, heldur það, hvort hann starfar í réttum anda. Þess vegna gilda enn orð Páls postula: Prófið andana. Ég á enga ósk heitari Sálar- rannsóknafélagi Islands til handa á þessum tímamótum, en að forvígismenn þess gleymi aldrei að prófa andana, fyrst andann í eigin brjósti, og aðgæti, hvort þeir eru kærleik- ans andar. Sjálfur hef ég heyrt og séð margt merkilegt á vettvangi spíritismans, og mér þykir hann mjög athyglisvert fyrir- brigði, sem rannsóknarstefna. Hitt finnst mér raunalegt, þegar fólk glæpist á að líta á spíritismann sem trúarbrögð. Þegar menn taka upp á að líta til framliðinna eða annarra anda, sem þeir kunna lítil skil á, og treysta þeim sem guðir væru. Slíkt er hjáguSadýrkun og leiðir ekki til góðs. „Barátta vor er ekki við hoid og blóð, heldur við anda- verur vonzkunnar í himingeimnum“, sagði Páll postuli. Við verðum að gæta þess vel, að kærleikans Guði einum ber okkur að lúta. Hann á sér marga hjálpendur í þessum heimi og öðrum, sem okkur ber að virða vel, en enginn má vera okkar Guð annar en sá, sem er kærleikurinn. Spíritisminn á að vera rannsóknarstefna og liknarstefna, sem ber sannleik- anum og miskunnseminni vitni..
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.