Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 12
6
MORGUNN
Kaldan, kærleikslausan spíritisma kann ég ekki að meta.
Ég er ekki mjög hræddur við reimleika, en ég vil heldur
kveða niður drauga en vekja þá upp. Það er nóg af vand-
ræðaverum hér í jarðlífinu, engin þörf á að kalla á fleiri.
III.
Hvert stefnir nú? Ég sá ekki betur í Sviss á síðastliðnu
vori en að þau grunnsannindi, sem spíritisminn hefur leitt í
Ijós, væru viðurkennd af djúpsálfræðingum þar, — nefnilega
það, að dáinn lifir. Það var einfaldlega gengið út frá því sem
gefnu, enda renna rannsóknir í dulsálarfræði (parapsycho-
logi) stoðum undir, að svo geti vel verið.
Yfirleitt benda hugmyndir nútímaeðlisfræði og nýjustu
rannsóknir á ESP fyrirbrigðum eins og t. d. hugsanaflutn-
ingi, spádómsgáfu o.fl. til þess með miklum líkum, að all-
flestar rannsóknir ábyrgra spíritista séu á traustari grund-
velli reistar en efnisvísindin vildu vera láta fyrstu áratugi
aldarinnar. Af hugmyndum um hið þrívíða rúm tók við hið
fjórvíða rúm Einsteins. Og síðan hefur eðlisfræðileg hugsun
fætt af sér tilgátuna um rúm hinna ótakmörkuðu vidda.
Þar komast öll fyrirbrigðin, sem áður var svo kröftuglega
afneitað, prýðilega fyrir. Og nútímaeðlisfræðingar hafa
sumir gaman af að láta hugann spanna óræðar víddir til-
verunnar. Vel geta verið til fleiri orkuform en þau, sem eðl-
isfræðin hefur fengizt við að kanna og nýta. Rafsegulorka
er, þegar öllu er á botninn hvolft, bara nafn á hugmyndum
manna um fyrirbrigðin, sem gerast í þrí- eða fjórvíðu rúmi,
allt eftir þvi sem athugandinn telur heppilegt til viðmiðun-
ar hverju sinni.
En hvað er svo hugsun og hugmynd? Er ekki hugsunin
orka og hugmyndin mynd þeirrar orku?
Og hvað er lífsorkan, þetta, sem austræn fræði nefna
PRANA? Sú orka virðist mjög mörgu fólki beinlínis skynj-
anleg. Hafa ekki flestir fundið „kaldan straum niður eftir
bakinu“ þegar þeir hlustuðu á fagra tónlist eða söng? Hvers