Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Page 17

Morgunn - 01.06.1969, Page 17
MORGUNN 11 klæðumst, þægindin og skrautið á heimilunum, líkamann, sem skreyta má og prýða að utanverðu á marga vegu. Og fyrir vikið vill svo fara æði oft, að sálin verði meira og minna útundan, og jafnvel svo, að menn gleymi því, að hún sé til. Ég vil hins vegar taka það fram þegar í stað, og mun þó koma nánar að því síðar, að ég er ekki aðeins öldungis sann- færður um það, að sálin er til, heldur erum við öll fyrst og fremst sál, en líkaminn, þó ágætur sé, ekki annað en stund- arumbúðir um hana. Og fötin allt frá yfirfrakkanum og kápunni og alveg inn að skyrtunni umbúðir um hann. Fötin slitna og við verðum að fleygja þeim eftir nokkurn tíma. Líkaminn hrörnar með aldrinum og seinast kemur dauðinn í einhverri mynd og klæðir okkur einnig úr honum. Þetta eru þær staðreyndir um okkar eigin umbúðir, sem við dag- lega höfum fyrir augum og ekki verður á móti mælt. Þeir, sem svo endilega vilja trúa því um sjálfa sig, að þeir séu eins og kerlingarnar, sem börnin leika sér að, eingöngu umbúðir um ekki neitt, þeir iíta að minnsta kosti ekki stórt á sig, svo ekki sé meira sagt. En að þessu atriði mun ég einnig nánar víkja siðar. Ég viðurkenni fúslega, að okkar öld getur stært sig af þekkingu og framförum á hinum ytri sviðum, á efninu og lögmálum þess. Hún getur stært sig af hugvitssömum vélum og beizlun orkunnar í stærri stíl en menn hafði dreymt um fyrir fáum áratugum. Hún getur stært sig af þeim ytri fram- förum og glæsibrag, sem hvarvetna blasir við augum. En af sjálfri ,,spekðinni“, eins og Snorri orðar það í Eddu, lífsvizk- unni og sjálfsþekkingunni, göfgun andans, siðrænni fegurð og festu, trúarstyrk og þeim innra friði og varanlegri lífs- hamingju, af því getur hún ekki stært sig nú, því miður. Lví þetta er öld umbúðanna fyrst og fremst, öld hins um- búðaglæsta en innihaldssnauða lífs, að því er allan þorra mannlífsins í heiminum snertir. Þetta er einnig orðið ískyggilega áberandi að því er snert- ir þessa þjóð, og það á mörgum sviðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.