Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 21

Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 21
MORGUNN 15 og blæbrigða. Víst eru þessi hljómtæki dásamleg á margan hátt og bera miklu hugviti og snilli vitni. En þó get ég ekki varizt þeirri hugsun, að þessi mikla tækni sé tekin að leiða okkur í öfgar og að við beitum henni sjálfri listinni til af- skræmingar og tjóns. Hávaðinn er að fá yfirhöndina allt of víða. Hljóðfæra- og raddamergðin er orðin svo mikil, og há- vaðinn svo ægilegur og yfirþyrmandi, að hin tæra, máttuga en þó milda fegurð tónanna nær ekki að orka á sál og hug, „göfga og lyfta í ljóma“ eins og skáldið orðar það. Kraft- birtingarhljómur guðdómsins er ekki hávaðinn, ekki skellir í hlemmum og blikkdósum, ekki ískur í sög, heldur það, sem vekur bergmál í sálinni, lyftir henni til hærra flugs. Ég verð að segja það eins og er, þó það kunni einhvern að hneyksla, að ég sé eftir þeim stundum, þegar ég hef ekki komizt hjá að hlusta á ýmsar danshljómsveitir, gaul og væl margra dægurlagasöngvaranna eða villimannleg öskur beetlanna. Og til þess að fullkomna þennan fallega söng, fylgja oft lostafullir tilburðir hálfnakinna kvenna og ámát- legar fettur og brettur háöskrandi unglinga, sem með ein- hverjum duiarfullum hætti hefur tekizt að láta sér vaxa skeggtoppa hér og þar á andlitinu og flókinn hárlubba, sem lafir niður í augu. Ef þessi fyrirgangur höfðar að einhverju ieyti til áhorfenda, er það fyrst og fremst til lægstu og frum- stæðustu hvata. Hér kann að vísu að mega segja, að umbúð- irnar svari til innihaldsins, en innihaldið svarar áreiðanlega ekki til þess hlutverks, sem hinni göfugu list hljóms og tóna er ætlað í lífi og þroska mannsins. En hvað er þá að segja um trúna og þá hina kristnu trú fyrst og fremst? Er ekki einnig þar um kjarna og umbúðir að ræða? Og vegna þess, að trúin er mikilvægasti og senni- lega einnig sterkasti þátturinn í lífsstefnu, líðan og breytni mannsins, er það hverjum hugsandi manni höfuðnauðsyn, að gera sér sem ljósasta grein fyrir því, hvað sé kjarni henn- ar og hvað umbúðir, sem menn hafa vafið hana í. Engum, sem les guðspjöllin með athygli og opnum huga getur, að ég hygg, blandazt hugur um það, að kjarninn í boð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.