Morgunn - 01.06.1969, Side 25
MORGUNN
19
að gefa sig í hugsunarleysi hávaðanum, glaumnum og tízk-
unni á vald og flýja þannig sjálfa sig og þann ömurlega
tómleika, sem hið innihaldslausa yfirborðslíf ætíð hefur í
för með sér.
En þessi flótti frá sjálfum sér, frá veruleikanum, frá
hugsuninni og frá ábyrgðinni, er hættulegur. Hann er hættu-
legur vegna þess, að hann leiðir út á þær brautir, sem heil-
brigðum, hugsandi manni eru ekki samboðnar, og sviptir
hann smátt og smátt möguleikunum til varanlegrar lífsham-
ingju og siðræns þroska þegar í þessu lífi, eins og líka allt of
mörg átakanleg og nærtæk dæmi hafa sannað og eru að
sanna þann dag í dag. Slíkur flótti er einnig hættulegur
vegna þess, að hann er andstæður sjálfum lögmálum og til-
gangi lífsins. Við erum ekki fædd til þess að flýja. Við er-
um fædd til starfs og vaxtar og átaka. Og allra sízt er unnt
að flýja sjálfan sig til lengdar. Sá kemur að lokum, sem
stöðvar okkur á flóttanum, vefur umbúðunum af okkur,
þessum stundlega líkama jarðlífsins. Og ekki aðeins það.
Hann tekur einnig frá okkur allar þær glæstu umbúðir, sem
við höfum látið blekkjast af á flóttanum, og tætir þær í
sundur. Og hvað eigum við þá eftir? Aðeins kjarnann, sál-
ina og það, sem þar kann að hafa gróið og vaxið.
Sumir hugga sig við það og reyna að telja sér trú um það,
að sálin sé ekki til. Hún sé aðeins einn þáttur í starfi efnis-
fruma líkamans. Þeir segja, að umbúðirnar séu allt, inni-
haldið ekkert og hafi aldrei verið neitt. En er það ekki
raunalega lítilsverð snuðtútta, að geta sætt sig við þá skoð-
un og jafnvel huggað sig við hana, að vera aðeins umbúðir
um ekki neitt, og nenna því samt að streða og strita alla æv-
ina til þess að reyna að halda þessum umbúðum við vitandi
þó fullvel, að það er algjörlega vonlaust vegna þess, að þær
umbúðir hljóta fyrr eða seinna að verða ónýtar, fúna í mold-
inni og sameinast duftinu?
Trúarhvötin mótmælir þessu gjörsamlega sem fjarstæðu
og hefur alltaf gjört það. Og vísindin eru einnig að snúast
nieira og meira á þá sveif. Trúarhvötin er mönnunum í