Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Síða 27

Morgunn - 01.06.1969, Síða 27
MORGUNN 21 Þannig geta fögur orð verið umbúðir blekkinga og lygi, íburðarmiklar veizlur og samkvæmi umbúðir andleysis og tómleika. Þegar ég velti fyrir mér ofþróun umbúðanna verður mér oft að spyrja: Hvar lendir þetta? Verða allir sigrar manns- andans yfir efninu til þess að breyta jörðinni í umbúðir um nautnasjúka líkami og líkamanum í umbúðir um sofandi sál eða dauða? En þótt vonarsnauða vizkan valdi þar köldu svari, þá get ég ekki lofað Guð nógsamlega fyrir það, að innst í sál minni hefur hann vakið þá rödd, sem neitar því afdráttarlaust, að svo hörmulega muni fara — að svo ógæfu- samlega og óttalega geti farið. Og ég ætla að treysta þvi og trúa, að sú rödd þagni ekki í sál minni þau fáu ár, sem ég kann að eiga eftir ólifuð — og ekki í dauðanum heldur. Jafnframt er ég í engum vafa um það, að leiðin út úr myrkviði umbúðanna og umbúðadýrkunarinnar og úr þeirri villu, sem vanmatið á sjálfum kjarnanum, skorturinn á því að gera sér grein fyrir hinu rétta gildi lífsins og sönnu tak- marki þess, og vöntun þess að meta rétt gildi hlutanna, er sú, að beina huganum inn á við, reyna að þekkja sjálfan sig, eigindir og orku sálarinnar, eðli hennar og þau lögmál and- ans, sem hún verður að lifa í samræmi við til þess að geta öðlazt eðiilegan vöxt og þroska, fegurð og góðleik. Með því eina móti er von til þess, að við getum leyst okkar eigin vandamál og vandamál samfélagsins á viðunandi hátt, og sveigt tilfinningar okkar og hvatir til þeirrar áttar, sem allur heilbrigður vöxtur leitar til. Ofar, hærra til aukins víð- sýnis, birtu og farsældar. Ég er í engum vafa um það,að þetta er unnt að gera, ef við sjálf erum fús til þess hvert í sínu lagi og öll saman í fullri alvöru og einlægni og vitandi vits um það, sem í húfi er, ef þetta er vanrækt. Reynsla löngu liðinna tíma hefur sýnt það og sannað hvað eftir annað, að þetta hefur gerzt hjá þeim þjóðum, þar sem blysum háleitustu og göfugustu hugsjóna hefur verið haldið hæst á loft. Og tækni nútímans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.