Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Page 32

Morgunn - 01.06.1969, Page 32
26 MORGUNN skýran, að allir hugsandi menn verði að viðurkenna að svo sé, þá sýnist mér ekki betur en að báðar þessar tilgátur eigi fullan rétt á sér. Það er því með öllu rangt að halda því fram, að önnur tilgátan sé rétt aðeins vegna þess, að hin sé ekki nægilega sönnuð. En það er einmitt þessarar rökvillu sem mér finnst gæta of mikið og of almennt í hópi efnis- hyggjumannanna og um leið haft veruleg áhrif á skoðanir almennings. Það er að vísu alkunn varfærnisregla í réttarfars- og glæpamálum að slá því föstu, að sakborningur sé saklaus af ákæru þangað til sökin hefur sannazt á hann. 1 augum réttvísinnar er hann því saklaus, enda þótt hann sé raun- verulega sekur þangað til sekt hans er sönnuð. Hins vegar er að sjálfsögðu ekki litið svo á, að það eitt út af fyrir sig sé i raun og veru fullgild sönnun fyrir sakleysi, ef ekki hefur tek- izt að sanna sök hans. Þessi regla er rétt og skynsamleg í dómsmálunum. En hún er villandi og hættuleg á sviði visindanna, enda er þar ekki um sekt eða sakleysi að ræða, heldur leit að sannleik- anum vegna sannleikans. Þeir, sem aðhyllast kenningar efn- ishyggjunnar, geta því alls ekki haldið því fram, að þær séu réttar, unz hið gagnstæða hefur verið sannað og að enginn hugsandi maður geti lengur um það efazt, að sál mannsins sé sjálfstæður raunveruleiki, sem haldi áfram að vera til eftir dauða líkamans. Með nákvæmlega sama rétti geta spiritist- ar fullyrt tilvist sálarinnar þar til hinir hafa fært óyggjandi sönnur á að svo sé ekki. Hér er um tvær andstæðar skoð- anir að ræða, sem báðar eiga hinn sama rétt og öllum er frjálst að fylgja eða hafna, unz sá dómari, sem ekki verður véfengdur né dómi hans áfrýjað, sannleikurinn sjálfur, sker úr málinu. Ég er algjörlega sammála því, að öryggi réttarfarsins og þekkingarleit vísindanna krefjist þeirrar varúðar, að engu sé þar slegið föstu, fyrr en gildra sannana fyrir því hefur verið aflað. En rökrétt afleiðing þeirrar reglu hlýtur þá einnig að vera sú, að sýna sömu varkárnina, einnig á hina
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.