Morgunn - 01.06.1969, Side 37
MORGUNN
31
vísindunum takist að forða mönnunum frá þeim háska. Ég
vona, að þeim takist að sanna, svo ekki verði véfengt, að
maðurinn er lifandi sál. Ég vona, að þeim takist að sann-
færa menn um og leiða fullgild rök að því, að undir auknum
þroska hennar samfara vaxandi ábyrgðartilfinningu og lotn-
ingu fyrir helgi og rétti lífsins sé heill og hamingja mann-
kynsins komin og bezt tryggð. Og að takmark þess sé eilíf
framför og þroski, að jarðlífið, stopult og stutt, sé aðeins
áfangi á langri leið, skóli til þroska og undirbúnings æðra
lífs og fullkomnari tilveru að því loknu.
Ég vona, að það eigi eftir að renna upp yfir hið hrjáða
mannkyn sú tíð, að við fáum að komast að raun um sann-
leikann í orðum skáldsins: „Vort lán býr í oss sjálfum, í
vorum reit, ef vit er nóg“. Ég veit, að sá dagur mun færa
öllum aukna hamingju, bjartsýni, farsæld og frið á jörðu.
S. V.
Arabiskt spakmæli
Sá, sem veit ekki, en heldur að hann viti, sá er heimskingi
— forðastu hann.
Sá, sem veit ekki, og viðurkennir það hreinskilnislega, sá
er barn — honum má treysta.
Sá, sem veit, en gerir sér ekki grein fyrir því, að hann
viti það, sá er sofandi — vektu hann.
Sá, sem veit, og veit hvað hann veit, sá er vitur — hon-
um skaltu fylgja.