Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 39
MORGUNN
33
Og þegar ég í fyrsta skipti og með öllu óvænt fékk sönnun
fyrir þessu, fannst mér það vera hreint kraftaverk, dásam-
legt undur. En nú, eftir 33 ára reynslu, veit ég, að þetta
,,undur“ var í raun og veru eðlileg staðreynd, og engu óeðli-
legra en útvarp og sjónvarp eða þá kjarnorkan virðist mönn-
um nú. En á þeim tíma hefði allt slíkt verið talið undur og
kraftaverk. Hér er um krafta að ræða, sem skarpvitrustu
vísindamenn nú leggja alla stund á að rannsaka, þar á meðal
hin dulsálrænu öfl, sem raunar eru grundvöllur sálrænna
fyrirbæra.
Hinn mikli enski stjórnmálamaður Arthur Balfour komst
svo að orði, skömmu áður en hann lézt:
„Spíritisminn er sá þáttur vísindanna, sem mestri bylt-
ingu mun valda í veröldinni, og er mönnunum mikilvægari
en nokkuð annað. Hann mun víkja bæði þjóðfélagslegum og
stjórnmálalegum vandamálum úr vegi. Þau munu þá leysast
af sjálfu sér og heimurinn verða bæði hamingjusamari og
betri“.
En allt, sem er nýtt, og líklegt til þess að valda byltingu
hugarfarsins, vekur jafnan andstöðu margra. Og þeir, sem
fyrir slíkum nýmælum berjast, verða fyrir tortryggni og eru
hafðir að háði. Þannig er þessu einnig farið að því er spírit-
ismann varðar. Oft hef ég hitt fólk, sem segir við mig alveg
upp úr þurru eitthvað á þessa leið: ,,Er það satt, að þér séuð
fylgjandi spíritisma? Ég trúi þessu ekki á yður. Það getur
ekki verið, að þér trúið í raun á svona vitleysu. Því hvað er
þetta annað en vitleysa — og raunar verra en það! Allir
miðlar eru svikarar, og það komast upp um þá svikin fyrr
eða seinna. Og svo stendur það skrifað skýrum stöfum í
Heilagri ritningu, að menn megi ekki leita frétta af fram-
Hðnum. — Nei! Svona vitleysu dettur mér aldrei í hug að
leggja trúnað á“.
Og þá liggur mér nærri að svara eins og skáldkonan Thit
Jensen var vön að svara svona fólki: Hún brosti sinu elsku-
lega brosi og sagði:
,,En hvað mér þykir þetta leiðinlegt — yðar vegna. En
3