Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 41
MORGUNN
35
„Hafið þér aldrei verið á fundi hjá Einari Nielsen? Það
þurfið þér endilega að gera, því hann hefur stórkostlega
hæfileika. Hann hefur, samkvæmt ósk okkar, komið hingað
til lands og haldið fundi, sem að mörgu leyti voru framúr-
skarandi“.
Þetta sagði einn af höfuðklerkum eins Norðurlandanna
við mig einu sinni. Ég hafði þá setið marga fundi, bæði hér-
lendis og erlendis, með hinum ágætustu miðlum, en aldrei
séð Einar Nielsen. En mynd hafði ég séð af honum, sem
tekin var í Osló fyrir mörgum árum. Þar situr hann á stól,
en sitt hvorum megin við hann eru þeir Oscar Jæger prófess-
or og dr. Wetterstad og Poul Heegaard prófessor. Útfrymið
frá miðlinum sést svo ljóst og greinilega, að þar er ekki um
að villast. Þessi mynd er ennþá til og er í eigu frú Ingeborgar
Berg, sem var i stjórn Sálarrannsóknafélagsins norska.1
1 septembermánuði 1953, það er að segja um það bil mán-
uði áður en ég skrifa þetta, fór ég til Kaupmannahafnar og
fékk þá að sitja tvo fundi hjá Einari Nielsen, og átti ég það
að þakka vinum mínum, sem voru honum handgengnir.
Báðir þessir fundir voru haldnir á heimili Nielsens, sá
fyrri þann 24. september, og var það líkamningafundur.
Fundinn sátu bæði karlar og konur og á ýmsum aldri. Gest-
unum var skipað í þrefaldan hálfhring og sátu sjö í hverjum
þeirra, en alls voru fundargestir 21. En upp við veginn and-
spænis okkur sat Einar Nielsen í hægindastói. Ekki voru
aðrir munir í stofunni en þessir stólar, svo og harmóníum-
orgel, sem ungur maður lék á, á meðan við sungum. Ekki
var annað ljós en rauð pera, sem hékk niður úr loftinu, eftir
að aðalljósin höfðu verið slökkt. Við héldumst í hendur í
hverri röð fyrir sig. Siðan var flutt bæn og við sungum nokk-
ur lög, þar á meðal sálmalagið: Fögur er foldin og fleiri lög.
Fimmtán eða tuttugu mínútur iíða án þess að nokuð gei'ð-
1) Þessi mynd var tekin í Osló í febrúar 1922 og komst ekki í hend-
ur frú Sigriðar Kielland fyrr en um það leyti, sem hún skrifaði þessa
grein. — Frú Ingeborg sést einnig á myndinni. — ÞýS.