Morgunn - 01.06.1969, Page 43
MORGUNN
37
stórt borð, sem stóð á miðju gólfi. Á borðinu lágu ýmsir
hlutir, og höfðu fundargestir haft suma þeirra með sér þang-
að. Þarna var meðal annars spiiadós, vasaljós með rauðri
ljósaperu, spjald, sem fosfórblanda hafði verið borin á, svo
að það lýsti af henni í myrkri, göngustafur með fosfór á
handfanginu, pappírsblokk ásamt blýanti og var fosfór-
bandi vafið um hann, munnharpa og ýmislegt fleira.
Okkur var gefinn kostur á að skoða alla þessa hluti, og
ég var beðin að innsigla kassann, sem munnharpan var í,
og skrifa nafnið mitt á sjálft innsiglið til frekara öryggis.
Við vorum 12 á þessum fundi og fengum okkur öll sæti
við borðið. Ég sat hægra megin við miðilinn og átti að hafa
gát á hægri hendi hans og fæti. Og sá maður, sem settist
hinum megin við hann átti einnig að gæta hans. Ennfremur
var hverjum fundargesti fyrirskipað að hafa stöðuga gát á
þeim, sem næstir honum sátu. Við tókum öll saman hönd-
um, ljósið var slökkt og við byrjuðum að syngja sömu lögin
og á fyrri fundinum.
Þegar ég nú fer að lýsa því, sem fram fór á þessum fundi,
geng ég engan veginn að því gruflandi, að ýmsir muni alls
ekki trúa því, sem ég segi. Þeim, sem aldrei hafa séð neitt
svipað gerast, finnst þetta vera hugarburður einn og fjar-
stæða. Við öðru er ekki heldur að búast. En hér er ég ekki
ein tii frásagnar. Þennan fund sátu, eins og áður segir, tólf
manns, sem allir geta vottað, að frásögn mín sé rétt. Hafa og
margir þeirra séð svipað þessu oft áður. Og ekki mundi
Einari Nielsen veitast örðugt að leiða fram tíu sinnum
fleiri vitni að svipuðum fyrirbærum, sem gerzt hafa á fund-
um hans. Sjálf hef ég áður séð svona fyrirbæri gerast á
fundum hjá heimskunnum miðlum í Lundúnum, þar sem
viðstaddir hafa verið frægir vísindamenn. Og þeir viður-
kenndu, að þeir gætu alls ekki skýrt þessi fyrirbæri, og að
blekking væri þar með öllu útilokuð. En þetta gerðist fyrir
20 árum, og vísindunum hefur fleygt fram á þeim tíma.
Skýrsia mín um fundinn er á þessa leið, og má hver vé-
fengja hana, sem vill: