Morgunn - 01.06.1969, Síða 45
MORGUNN
39
Og nú rak hvert fyrirbærið annað. Ég held, að hver ein-
asti hlutur, sem á borðinu var, hafi lyfzt meira og minna og
svifið um stofuna.
Allt í einu tók ég eftir því, að miðillinn tók að lyftast frá
gólfinu svo hátt, að við, sem héldum í hendur hans, urðum
að sleppa takinu. Þá var eins og hann dytti niður, og við
óttuðumst, að hann hefði meitt sig. Sennilega hefur þetta
stafað af því að straumurinn rofnaði, er við slepptum hönd-
um hans.
Litlu seinna varð ég þess vör, að verið var að toga í stól-
inn, sem ég sat á, og varð ég að standa upp. Þegar ljós voru
kveikt að loknum fundi, stóð stóllinn minn uppi á borðinu,
og fleiri stólar einnig.
Áður en fundi lauk, varð ég vör við það, að einhver var
að fitla við hárið á mér, var ýmist verið að taka þaðan hár-
nálar eða stinga þeim í hárið aftur.
„Það er einhver að laga á mér hárið“, sagði ég við Niel-
sen, „þeim líkar víst ekki greiðslan".
„Jú-jú!“ svaraði hann í afsökunartón. „Þeir eru bara áð
sýna, að þeir muni eftir því, að þér eruð gestur hérna, og
þess vegna eru þeir að sýsla við hárið á yður“.
„Sjáið þið, hvað þeir eru búnir að vefja um hárið á mér“,
sagði ein af konunum við hinn enda borðsins, eftir að ljósin
höfðu verið kveikt. Er hún þá ekki með hárbandið mitt í
hendinni, sem ég hafði, áður en ég fór á fundinn, tvfvafið
um hárið á mér og fest rækilega með klemmum og hárnál-
um i vinstri vanganum. Það var þá þetta band, sem þeir
höfðu verið að glíma við að leysa og tekizt það á endanum.
Þá kom það og í ljós, að reynt hafði verið á fundinum að
hnýta þessum borða um hálsinn á einum karlmannanna og
jafnframt sýslað við að leysa hnútinn á hálsbandi hans. En
þetta tókst ekki, og þá hafði verið snúið að því að vef ja hár-
borðanum um höfuð einnar konunnar.
Þegar við tókum saman höndum í fundarbyrjun, lét ég
töskuna mína liggja í kjöltu minni. En nú, þegar ég ætlaði að
taka upp úr henni vasaklútinn minn, varð ég þess vör, að