Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 48
42
MORGUNN
Itarlega skýrslu um þessa fundi er að finna , Morgni, V.
árgangi 1924, bls. 21—78.
Þessi yfirlýsing er í fullu samræmi við yfirlýsingu þeirra
þriggja vísindamanna, sem árið 1921 höfðu rannsakað hæfi-
leika þessa miðils í þrjá mánuði í Kaupmannahöfn. Eftir að
hafa lýst þessum rannsóknum og sagt frá Ijósmyndum, sem
þeir höfðu látið taka af fyrirbærunum, segja þeir að lokum:
„Samkvæmt þessu hikum vér ekki við að láta uppi þá
skoðun, að hr. Einer Nielsen sé sannur trancemiðill, og að í
sambandi við líkama hans geti komið fram hvítt efni með
einhverjum hætti, sem enn verður ekki skýrður, en er að
minnsta kosti ekki háður neinum sjónhverfingabrögðum.
Kaupmannahöfn, 13. desember 1921.
F. Grunewald, verkjrœ'Öingur. Knud H. Krabbe, dr. med.
(sign.) (sign.)
Chr. Winther, prófessor dr. phil.
(sign.).
Árið eftir, 1922, fór Nielsen til Kristianiu (Öslóar). Þar
fóru fram tvær rannsóknir á líkamningafyrirbærum hans,
sem um skeið vöktu mikið umtal. Töldu margir andstæðing-
ar spíritismans, að með þeim hefðu verið algerlega sönnuð
svik á miðilinn og þar með slegið föstu í eitt skipti fyrir öll,
að störf hinna svonefndu miðla væri ekkert annað en einber
svik og blekkingavefur.
Fyrri rannsóknin var framkvæmd af nefnd, sem skipuð
var af rektor háskólans í Osló. Þeir héldu ekki nema þrjá
fundi með miðlinum. Engin líkamningafyrirbæri gerðust á
þessum fundum. En rannsóknarnefndin dró þá merkilegu
ályktun af engu, að líkamningafyrirbæri væru ekki til!
Þessu næst tók norska Sálarrannsóknafélagið við og lét
halda 5 fundi með miðlinum. Að loknum 5. fundinum töldu
þeir sig hafa fundið sauragnir framan á búningi þeim, sem
miðillinn var klæddur í til öryggis. Þá hættu þeir rannsókn-
unum og töldu sig ekki þurfa annarra vitna við til þess að
sanna svik þessa miðils.