Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 52
46
MORGUNN
„veran kom fram úr tjaldgættinni hafi frú Kvaran, Vilborg
Guðnadóttir og frú Aðalbjörg Sigurðardóttir séð, að hún
hélt á slæðukenndum klút í hægri hendinni, og veifaði hon-
um til; sló á hann reykfjólubláum lit. Þegar frú Sigríður
þreif í ermarslæðu hægri handleggs verunnar, horfðu þau
Vilborg, frú Aðalbjörg og Kornelíus sonur próf. Haralds, á
að slæðukenndi hluturinn datt þá úr hendi verunnar ofan á
gólfið. Sáu þau frá Aðalbjög og Komelíus, sem sátu alveg
gegnt tjaldgættinni, hann liggja þar á eftir, en smáleysast
upp. (Morgunn V. árg., bls. 44 og 45).
Engar af þeim frásögnum af fundi þessum, sem hér hafa
verið raktar, tel ég ástæðu til að rengja, enda ber þeim sam-
an og rekast ekki á um neitt það, er máli skiptir
Hins vegar virðist óneitanlega skorta nægilegar forsend-
ur fyrir þeirri sannfæringu frúarinnar, að það hafi verið
miðillinn sjálfur, sem kom fram úr byrginu hvað eftir ann-
að, þakinn hvítum slæðum frá hvirfli til ilja. Manni finnst
óneitanlega, að þær slæður hafi hlotið að vera bæði þykkar
og miklar, sem huldu þennan stóra og þrekna mann svo
gjörsamlega, að hún gat alls ekki séð þetta fyrir víst, enda
þótt hún væri ekki seilingarlengd frá honum. Og þetta verð-
ur því einkennilegra, þar sem við ítarlega rannsókn á miðl-
inum, öllum fötum hans og umhverfi finnst ekkert annað af
þessu tagi nema tveir litlir vasaklútar. 1 öðru lagi er það
ekki eðlilegt, að þegar hún hefur náð taki á slæðunum og
heldur svo fast í þær, að hún bæði sér og heyrir þær rifna,
að hún skuli þá ekki halda eftir á slitri úr þeim í hendinni.
Ég ber engar brigður á, að frúin segi það satt, að hún hafi
bæði tekið í slæðurnar og fundið handlegg snerta sig. En
hvoi’ugt þetta er sönnun um svik af hálfu miðilsins, heldur
sönnun þess, sem f jöldi vitnisburða er til um, að líkamningar
eru efnisleg og áþreifanleg fyrirbæri.
S. V.