Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Page 59

Morgunn - 01.06.1969, Page 59
MORGUNN 53 það, að mér fannst allt hverfa kringum mig. Mér fannst ég vera við jarðarför, og sá framundan mér borna líkkistu; mér fannst ég ganga rétt á eftir kistunni, og ég sá fólk, sem ég þekkti, allt í kringum mig; þetta fannst mér vera í götu, sem liggur rétt hjá stöðinni. Þetta var allt mjög greinilegt, og ég var ekki í neinum vafa um, að ég hefði séð þetta. Ég sagði mæðgunum frá þessu. Þær höfðu tekið eftir breytingunni, sem stóð nokkur augnablik, og þær gizkuðu á, að þetta mundi verða fyrir jarðarför konu, sem lá mikið veik í austurenda kauptúnsins. Ekki féllst ég á það, sagði, að þessi jarðarför yrði frá einhverjum húsunum fyrir neðan okkar. En þar var þá enginn veikur. Fjórum eða fimm dögum siðar varð gömul kona bráð- kvödd í næsta húsi fyrir neðan stöðina. Ég var við jarðar- för hennar. Hún var borin þá götu, sem ég hafði séð lík- fyigdina fara um, og ég tók eftir því, að alveg af tilviljun hafði ég lent í líkfylgdinni, þar sem mér hafði fundizt ég vera í sýninni. Feigð. Fyrst í febrúar 1912 var ég við stöðina í Keflavík. Það var morgun einn að fátækur heimilisfaðir úr næsta húsi við stöðina kom inn í þeim erindum að tala til Reykjavíkur. Hann var vanur að vera á fiskiskútu á vetrum og sumram, og í þetta sinn var hann að tala við skipstjóra sinn, sem var að segja honum að koma sem fyrst inneftir, því að hann færi bráðlega að leggja út. Meðan maðurinn var að tala, fannst mér eins og hvíslað væri að mér: ,,Þessi maður kem- ur ekki aftur, hann drukknar". Ég sagði vinstúlku minni frá þessu þegar á eftir og bætti því við, að ég væri alveg viss um þetta. 1 marz — man ekki mánaðardag — frétti ég einn morgun, þegar ég opnaði stöðina, að skútan, sem þessi maður var á, hefði siglt á annað skip og hálf skipshöfnin farizt. En engin frétt kom um það, hverjir hefðu drukknað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.