Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 64
GúSlaug Narfadóttir:
Minnisstæð atvik
☆
Mamma vissi margt fyrir.
Margt fólk er gætt dulrænni skynjun, enda þótt það virð-
ist hvorki hafa skyggnigáfu í venjulegum skilningi þess orðs
né heldur miðilshæfileika. En það finnur á sér án þess að
geta gert sér grein fyrir eða skýrt hvernig það kemur í hug-
ann.
Ein af þessu fólki var móðir mín, Sigriður Þórðardóttir.
Frá því ég man eftir mér, kom það þráfaldlega fyrir að ég
heyrði mömmu segja upp úr eins manns hljóði eitthvað á
þessa leið:
„Ekki kæmi mér á óvart þó hann þessi, sem hún nefndi,
kæmi í dag“.
Og ég man ekki eftir því, að það brygðist nokkurn tíma.
Stundum varð hún skyndilega lasin, eða eins og drægi úr
henni allan mátt, og sagði þá, að nú sækti einhver að sér,
sem kæmi í dag.
Oft hafði hún einnig orð á því, að hún mundi fá einhverjar
óvæntar fréttir, og hafði stundum furðu ljóst hugboð um í
hverju þær yrðu fólgnar. Og það kom varla fyrir, að það
sem mamma sagði á annað borð, kæmi ekki fram. Við vor-
um orðin þessu svo vön, að við litum á það sem sjálfsagðan
hlut og festum því ekki hin einstöku atvik í minni, því miður.
Eitt atvik þessarar tegundar er mér þó sérstaklega minn-
isstætt, enda snerti það mig og mina nánustu.
Þetta gerðist um miðjan maí árið 1921. Ég var þá komin
nokkuð yfir tvítugt og bjó í Reykjavík með fyrri manninum
mínum, Halldóri Bachmann, er var jámsmiður. Foreldrar
mínir áttu þá heima í Hafnarfirði. Ég hafði ákveðið að heim-
sækja þau um einhverja næstu helgi og hafa þá með mér