Morgunn - 01.06.1969, Page 65
MORGUNN
59
son okkar hjónanna, Ólaf, sem þá var 8 mánaða gamall. Var
svo ráð fyrir gert, að ég færi þangað á laugardegi, gisti um
nóttina, en síðan kæmi maðurinn minn á sunnudaginn,
dveldi þar til kvölds og yrðum við síðan öll þrjú samferða
heim.
Allt gekk þetta eins og í sögu. Á laugardaginn lagði ég af
stað með litla drenginn okkar, og við gistum þar hjá afa hans
og ömmu í góðu yfirlæti um nóttina. Það lá vel á okkur öll-
um um morguninn og ég átti von á manninum mínum á
hverri stundu.
En skömmu áður en hann kom, tökum við eftir því, að
mamma fölnar skyndilega í framan, og er orðin fárveik svo
að segja í einu vetfangi. Hún gat ekki greint frá því, hvar
hún fyndi mest til, en henni var svo erfitt um andardrátt, að
lá við köfnun. Steinsína, systir mín, hljóp þegar af stað til
að vitja læknis. En svo illa hittist á, að hvorugur læknanna,
sem þá voru Þórður Edilonsson og Bjarni Snæbjörnsson,
voru heima. Sagt var þó, að Þórðar væri von á hverri stundu
og mundi hann þá koma tafarlaust, enda var hann heimilis-
læknir foreldra minna.
Á meðan á þessu stóð, kom maðurinn minn frá Reykjavík.
Þegar hann sá, hvað mamma var þungt haldin, lagði hann
til við mig, að við skyldum fara heim með barnið þegar í
stað, því ekki væri nema ónæði af veru okkar á heimilinu,
eins og ástæðurnar væru. Féllst ég á það, og lögðum við af
stað heim litlu síðar.
Þegar til Reykjavíkur kom, var mitt fyrsta verk að fara í
símann og spyrja um líðan mömmu. Var mér þá sagt, að
stuttri stundu eftir að við fórum, hefði mömmu batnað jafn
skyndilega og hún veiktist. Auðvitað fagnaði ég þessu alls-
hugar, en þó hvarflaði það að mér, vegna þess að ég þekkti
vel hvað mamma var næm fyrir áhrifum, að eitthvað óvænt
kynni að koma fyrir, jafnvel innan fjölskyldunnar.
Um kvöldið veiktist maðurinn minn af lungnabólgu, og
tíu dögum síðar var hann látinn.
Ég er í engum vafa um, að mamma fann þetta á sér.