Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Síða 65

Morgunn - 01.06.1969, Síða 65
MORGUNN 59 son okkar hjónanna, Ólaf, sem þá var 8 mánaða gamall. Var svo ráð fyrir gert, að ég færi þangað á laugardegi, gisti um nóttina, en síðan kæmi maðurinn minn á sunnudaginn, dveldi þar til kvölds og yrðum við síðan öll þrjú samferða heim. Allt gekk þetta eins og í sögu. Á laugardaginn lagði ég af stað með litla drenginn okkar, og við gistum þar hjá afa hans og ömmu í góðu yfirlæti um nóttina. Það lá vel á okkur öll- um um morguninn og ég átti von á manninum mínum á hverri stundu. En skömmu áður en hann kom, tökum við eftir því, að mamma fölnar skyndilega í framan, og er orðin fárveik svo að segja í einu vetfangi. Hún gat ekki greint frá því, hvar hún fyndi mest til, en henni var svo erfitt um andardrátt, að lá við köfnun. Steinsína, systir mín, hljóp þegar af stað til að vitja læknis. En svo illa hittist á, að hvorugur læknanna, sem þá voru Þórður Edilonsson og Bjarni Snæbjörnsson, voru heima. Sagt var þó, að Þórðar væri von á hverri stundu og mundi hann þá koma tafarlaust, enda var hann heimilis- læknir foreldra minna. Á meðan á þessu stóð, kom maðurinn minn frá Reykjavík. Þegar hann sá, hvað mamma var þungt haldin, lagði hann til við mig, að við skyldum fara heim með barnið þegar í stað, því ekki væri nema ónæði af veru okkar á heimilinu, eins og ástæðurnar væru. Féllst ég á það, og lögðum við af stað heim litlu síðar. Þegar til Reykjavíkur kom, var mitt fyrsta verk að fara í símann og spyrja um líðan mömmu. Var mér þá sagt, að stuttri stundu eftir að við fórum, hefði mömmu batnað jafn skyndilega og hún veiktist. Auðvitað fagnaði ég þessu alls- hugar, en þó hvarflaði það að mér, vegna þess að ég þekkti vel hvað mamma var næm fyrir áhrifum, að eitthvað óvænt kynni að koma fyrir, jafnvel innan fjölskyldunnar. Um kvöldið veiktist maðurinn minn af lungnabólgu, og tíu dögum síðar var hann látinn. Ég er í engum vafa um, að mamma fann þetta á sér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.