Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 69
Sveinn Víkingur:
Hugleiðing á vori
☆
Enn þá einu sinni er blessað vorið komið og sumarið að
heilsa okkur. Ég held, að enginn lifandi maður, og að minnsta
kosti enginn Islendingur sé til, sem ekki fagnar komu vors
og sumars af öliu hjarta og heilum hug. Okkur er það öllum
í eðlið borið, að veturinn með skammdegismyrkri sínu, hret-
um og kulda hefur lamandi áhrif á okkur, eins og raunar á
allt, sem andar og lifir. En vorið hressir og fjörgar, vekur
nýjar vonir, gefur nýja möguleika, nýjan unað, nýja fegurð.
Sem betur fer erum við ekki vetrarsálir, heldur vorsálir, með
gróandann og gleði hans í sér varandi.
Og við hér, á yzta hjara byggilegrar veraldar, eigum blátt
áfram þess vegna þrána eftir vorinu í ríkara mæli en flestar
aðrar þjóðir, og þess vegna er okkur koma þess svo dýrmæt
og fögnum því svo innilega loksins þegar það kemur. Og
þannig er það einnig nú. Þetta er ekkert nýtt. Þannig hefur
það verið á liverju vori frá því að við munum fyrst eftir
okkur og þannig verður það vonandi einnig framvegis, á
meðan við drögum andann.
Oft þurfum við lengi að bíða eftir vorinu. Það er engan
veginn stundvíst, og koma þess getur dregizt vikum og jafn-
vel mánuðum saman. Og margir hafa þá staðið á öndinni
af ótta, vegna þess dráttar. öii afkoma þeirra hefur verið í
veði. Það þekkti ég í sveitinni, þegar ég var ungur. En jafn-
framt sá ég líka og fann fögnuðinn gagntaka ekki aðeins
fólk og fénað, heldur jörðina og himininn, þegar vorið loks-
ins kom. Og það kom, kom ætíð að lokum, kom til að hugga,
vekja og græða.
Hvert vor og í raun og veru hver árstíð minnir okkur á