Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Síða 16

Morgunn - 01.06.1979, Síða 16
14 MORGUNN Eins og suma mun reka minni til, var hafður illur grunur á þessum frjálslynda Indverja, meðan á striðinu mikla stóð, af því söngur hans komst ekki í „takt“ við trumbur þær, sem þá voru hæst slegnar. Eftir sumum blaðafregnum að dæma, lá nærri að hann lenti innan lokaðra járndyra með slagbrandi fyrir og járngrindum fyrir gluggum. Þó varð ekkert úr því, og má óhætt segja, að „stærð“ hans hefur þar riðið bagga- muninn, eins og Tolstoys fyrrum á Rússlandi, því þá varð oft skammt skeið milli frelsis og fjötra. Og um sextugs afmælið sitt, sem var 6. mai síðastliðinn, fór Tagore sigri hrósandi um Norðurlönd og hélt fyrirlestra um menninguna austrænu. Sökum þess að Tagore hefur orðið manna mest til þess að draga hugi manna austur að Indlandi, Islendinga sem ann- arra þjóða, er fróðlegt að gera sér ofurlitla hugmynd um boð- skap þann, sem hann flytur vestrænu menningunni. En fyrst þykir vel hlýða að geta nokkurra atriða úr ævi hans. Að sönnu var þeirra lítillega minnst með þýðingu fjögurra smákvæða, sem birtust i vikublaðinu Voröld í nóvembermán- uði 1918. En þá geysaði inflúensan um allar islenskar byggð- ir, og þeim sem það samdi, leikui' grunur á að veikindin hafi komist í það, og það því ekki orðið langlíft með lesendum. Sir Rabindranath Tagore er borinn á þessa jörð 6. maí, 1861, í Rengal á Indlandi. Ætt hans er gömul og gamalfræg. Hafa Þakur-arnir, sem ensk tunga hefur breytt i Tagore, (og hér er fylgt sökum hefðar þeirrar og vana, sem orðinn er á Tagore-nafninu um allan heim), unnið ættlandi sinu ómet- anlegt gagn í endurvakningar- og umbótamálum á öllum sviðum og er i heiðri höfð á öllu Indlandi, en þó sérstaklega í Bengal. Afi skáldsins var prinsinn Dwarakanath Tagore, en merkastur allra forfeðra Rabindranath Tagores er faðir hans, Debendranath Tagore, sem afsalaði sér titlinum Maharaja (mikli konungur), en var sæmdur af þjóð sinni auknefninu Maharshi (mikill vitringur). Maharshi Debendranath Tagore var einn af allra stærstu andlegum leiðtogum Indlands, og allra manna guðræknastur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.