Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Qupperneq 17

Morgunn - 01.06.1979, Qupperneq 17
AUSTRÆNN ANDI 15 Einu sinni kom efunarsamur vinur hans lil hans og sagði: „Þú talar um guð; hállaust og endalaust um guð. Hvaða sönn- un er fyrir því að guð sé til?“ Maharshinn benti á 1 jós og spurði vin sinn: „Veislu hvað þetta er?“ „Ljós,“ svaraði maðurinn. „Hvernig veistu að það er ljós þarna?“ „Ég sé það. Það er þarna og þarfnast engrar sönnunar. Það sýnir sig sjálft.“ „Svo er með tilveru guðs,“ svaraði Maharshinn. „Ég sé hann í mér og kringum niig, i öllu og gegnum allt, og hann þarfnast engrar sönnunar. Hann sýnir sig sjálfur.“ Rabindranath var yngsta barn föður síns af sjö bræðrum og þremur systrum. Það er sagt að fædd skáld séu vanalega lagleg. Ef þetta er algild regla, þá er Rabindranath ekki und- antekning. Hann er jafn frægur á Indlandi fyrir fegurð sina sem skáldskap. Og ef menn bera saman myndir af honum ungum við bestu myndir málaranna frægu af meistaranum frá Nazaret, sjá menn hve andlitsfalli beggja svipar saman. Hinn guð-innblásni faðir skáldsins ferðaðist allmikið og gat því ekki stöðugt litið sjálfur eftir uppeldi barna sinna, þótt Tagore segi sjálfur að faðir sinn hafi verið besti læri- meistarinn, sem hann nokkru sinni hafði. Skólaganga Tagores fór í mesta ólagi. Hann var náttúru- barn og þoldi ekki og leiddist hinar fyrirskipuðu reglur og lærdómskerfi. Hætti hann við livern skólann eftir annan og kallaði þá fanga- og sjúkrahús. En þrátt fyrir þetta naut hann hinnar ágætustu tilsagnar og menntunar, sem kostur var á. Mest af öllu leiddist honum enskukennslan. Og þegar kenn- ari hans með mesta hátiðisblæ las upp fyrir honum fegurstu Ijóð enskra skálda, hló drengurinn beint upp i opið geðið á honum, af því honurn þótti þau hljóma svo skringilega. En samt átti hann það nú eftir að verða heimsfrægur einmitt fyrir það, sem hann ritaði sjálfur og þýddi á það tungumál, °g hljóta Nobelsverðlaunin 1913 sökum þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.