Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 20

Morgunn - 01.06.1979, Page 20
18 MORGUNN herðum ástar og meðaumkvuri ar - hins Kristsfagra kærleika, eins og vér Vesturlandamenn mættum nefna það, fyrst vér þekkjum hann, þótt ekki megnaði hann að hefja sál vora til fagnaðarhæðanna, "Sökum fjötra þeirra, sem kirkjan hlekkjaði hann í. Eins og hamstola dýr gröfum vér oss niður í jörðina, gegn- um aur og urðir og björgin blá til að ná í steina og málma til að skreyta limi vora og klæði. Sumir missa sál sína niður í iður undirheima, en koma upp með fangið fullt af glóandi demöntum og gulu gulli — og þá kallar heimurinn heppna og sæla. Tagore álítur ekki leyndardóm lifsins í þvi fólginn að ná og safna, heldur í þvi að þekkja og skilja. En vökulif nútiðarmannsins eyðist mestmegnis í að eta, vinna, tala og ferðast. Hugsun flestra manna leitar út á við til hégómans, en ekki inn á við til helgidóms sálar sinnar. Vér glimum við náttúruna og herjum hana og tökum frá henni með valdi gersemar hennar, lifandi og dauðar, en vér reynum ekki að skilja, að á „milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður“, eins og Matthías kemst að orði, og sama sálin skín úr auga músarinnar i gildrunni og skáldsins, sem um hana kveður. hdeð öðrum orðum: vér leitum eigi til nátt- úrunnar til að skilja hana og finna að „í gegnum lífsins a'ðar allar“ hreyfast sömu sálaröldurnar — lífsbylgjurnar - eins og í eigin brjósti. Og ]iað er sama alheimssálin i öllu og yfir öllu, í hvaða ásigkomulagi og á hvaða stigi sem það kemur fram í alheiminum. „Að lifa lífi sinu i sannleika,“ segir Tagore, „er að lifa lífi allrar jarðarinnar." Fyrir stuttu siðan spurði einn samtiðarmanna vorra nokkra bókmenntamenn að þvi, hver sú setning væri, sem þeir hefðu mestar mætur á. Svar það, sem Tagore gaf, er tekið úr ritn- ingu Indverja og hljóðar svo: „Leið mig frá ósönnu til sann- leika; leið mig frá myrkri til ljóss; leið mig frá dauða til lifs.“ Vers Valdimars: „Guð allur heimur, eins í lágu og háu . . .“ og staka Steingríms: „Trúðu á tvennt i heimi . . . “, eru ná-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.