Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Blaðsíða 20

Morgunn - 01.06.1979, Blaðsíða 20
18 MORGUNN herðum ástar og meðaumkvuri ar - hins Kristsfagra kærleika, eins og vér Vesturlandamenn mættum nefna það, fyrst vér þekkjum hann, þótt ekki megnaði hann að hefja sál vora til fagnaðarhæðanna, "Sökum fjötra þeirra, sem kirkjan hlekkjaði hann í. Eins og hamstola dýr gröfum vér oss niður í jörðina, gegn- um aur og urðir og björgin blá til að ná í steina og málma til að skreyta limi vora og klæði. Sumir missa sál sína niður í iður undirheima, en koma upp með fangið fullt af glóandi demöntum og gulu gulli — og þá kallar heimurinn heppna og sæla. Tagore álítur ekki leyndardóm lifsins í þvi fólginn að ná og safna, heldur í þvi að þekkja og skilja. En vökulif nútiðarmannsins eyðist mestmegnis í að eta, vinna, tala og ferðast. Hugsun flestra manna leitar út á við til hégómans, en ekki inn á við til helgidóms sálar sinnar. Vér glimum við náttúruna og herjum hana og tökum frá henni með valdi gersemar hennar, lifandi og dauðar, en vér reynum ekki að skilja, að á „milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður“, eins og Matthías kemst að orði, og sama sálin skín úr auga músarinnar i gildrunni og skáldsins, sem um hana kveður. hdeð öðrum orðum: vér leitum eigi til nátt- úrunnar til að skilja hana og finna að „í gegnum lífsins a'ðar allar“ hreyfast sömu sálaröldurnar — lífsbylgjurnar - eins og í eigin brjósti. Og ]iað er sama alheimssálin i öllu og yfir öllu, í hvaða ásigkomulagi og á hvaða stigi sem það kemur fram í alheiminum. „Að lifa lífi sinu i sannleika,“ segir Tagore, „er að lifa lífi allrar jarðarinnar." Fyrir stuttu siðan spurði einn samtiðarmanna vorra nokkra bókmenntamenn að þvi, hver sú setning væri, sem þeir hefðu mestar mætur á. Svar það, sem Tagore gaf, er tekið úr ritn- ingu Indverja og hljóðar svo: „Leið mig frá ósönnu til sann- leika; leið mig frá myrkri til ljóss; leið mig frá dauða til lifs.“ Vers Valdimars: „Guð allur heimur, eins í lágu og háu . . .“ og staka Steingríms: „Trúðu á tvennt i heimi . . . “, eru ná-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.