Morgunn - 01.06.1979, Side 26
24
MORGUNN
Túlsídas brosti og sagði til hennar: „Farðu heim til þín
aftur, barnið mitt. Áður en mánuðurinn er liðinn, muntu hafa
fundið manninn þinn.“
Konan gekk heim í glaðri von. Túlsídas kom til hennar á
hverjum degi og kenndi henni að hugsa göfugar hugsanir,
uns hjarta hennar fylltist háleitri ást.
Áður en mánuðurinn var allur úti, komu nágrannar henn-
ar til hennar og spurðu: „Kona, hefur þú fundið manninn
þinn?“
Ekkjan brosti og svaraði: „Já, það hefi ég.“
Ákafir spurðu þeir: „Hvar er hann?“
„1 hjarta mínu er herra minn,“ svaraði konan.“
Að reyna að flýja frá heiminum, er engu betra en að
reyna að losna við sjálfan sig. Alheimssálin og sál vor, standa
hlið við hlið, og ást vor á Hfinu er heilbrigð eðlishvöt og er
í raun og veru sú ósk vor að vera samtengdir hinni miklu
tilveru. Hversu heimskuleg er því ekki sú hjátrú, sem hugsar
sig „herra þess lága“; eða sú, sem vill loka sig út úr heiminum
sem einhverju því, sem ætti að skoðast óvinur sálarinnar.
„Sami lífsstraumurinn, sem rennur i gegnum æðar minar
nótt og dag, streymir gegnum heim allan, dansandi eftir
hljómfalli lifsins. Það er sama lifið og það, sem brýst fram
i gleði upp úr dufti jarðarinnar í óteljandi fræblöðum og
seinna bylgist fram i áköfum öldum laufa og blóma.“ Nei,
heimurinn er ekki framar „sálarlaus" en vér. Blómin og stjörn-
umar halda augum vormn föstum, sökum þess að vér erum
af sömu rót og myndaðir i hinni sömu, miklu heild.
Vér höfum ekki komist upp á háfjallatind þess boðskapar,
sem Tagore flytur vestrænum huga, fyrr en vér höfum ihug-
að hina dularfullu meðvitund hans um guð.
Hversu vesalar og „dauðar“ virðast allar hugleiðslur og
frumspeki hugspekinga vorra frammi fyrir hinni rólegu vissu
þessa manns, sem finnur guð hvar sem bóndinn yrkir jörðina
eða vegagerðarmaðurinn sprengir steina úr götunni eða ryður
skógarflækjurnar. Ekkert má girða oss frá þessu algenga,