Morgunn - 01.06.1979, Side 28
26
MORGUNN
sjálf (skrokkurinn), sem öll trúin byggist á, — eins og átti
sér stað með musterið, sem Tagore segir frá:
„Þjónninn tilkynnli konunginum: „Yðar hátign, Narottam
hinn helgi hefur aldrei sýnt það litillæti að ganga inn í hið
konunglega musteri yðar.
Hann syngur um dýrð guðs undir trjánum meðfram vegin-
um. Musterið er tómt.
Þeir flykkjast saman kringum hann eins og hunangsflugur
utan um hvítt lótusblóm, en gefa ei hunangskrukkunni gaum.“
Gramur í sinni fór konungurinn þangað sem Narottam sat
i grasinu og spurði hann:
„Hví yfirgefur þú musterið mitt með gullna hvolfþakinu,
heilagi faðir, og situr hér úti á berri jörðinni að prédika
elsku guðs?“
„Sökum þess að guð er ekki i musteri þinu,“ svaraði Na-
rottam.
Konungurinn lét brýrnar síga og madti: „Veist þú, að tutt-
ugu milljónum gulls var eytt til þessarar völundarsmíði og
siðan helgað guði með dýrum helgisiðum?“
„Já, ég veit það,“ svaraði Narottam. „Það var sama árið
og bæir fólks þíns brunnu og þúsundir þegna þinna stóðu við
dyr þinar og báðu árangurslaust: um hjálp.
En guð sagði: „Vesalingurinn, sem eigi getur veitt bræðr-
um sinum skýli, byggir hús handa mér!“
Og hann tók sér bústað með þeim hælislausu undir trján-
um meðfram veginum.
Þessi loftbóla þin er snauð af öllu nema heitri stærilahis-
gufu.“
Þá hrópaði konungurinn i reiði sinni: „Yfirgef þú land
mitt!“
Stillilega svaraði hinn helgi maður: „Já, rek mig i útlegð,
þangað sem þú hefur rekið guð minn“.“
Dauðinn er Tagore aðeins atvik á hinni dásamlegu leið
lífsins. Lifið hefur verið gott: sérhver ótta hoðað dagrenningu
einhvers nýs, óvænts fagnaðar. Og liver vill segja að ferð vor