Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 30

Morgunn - 01.06.1979, Page 30
ÆVAR R. KVARAN: MÆLT MÁL Þetta eru tvö útvarpserindi, sem flutt voru þann 9. og 16. janúar sl. Þar eð þau vöktu talsverða athygli og höfundur hefur verið heðinn um að hirta ]>au i Morgni koma þau hér. I. Ef dæma ætti eftir því sinnuleysi sem Islendingar sýna mæltu máli, skyldi maður ætla að þetta tungumál væri jafn dautt og latinan og hvergi lengur talað af lifandi fólki á jörð- unni. Yfir 90% af öllu þvi efni sem um íslensku er skrifað og skrafað fjallar um ritað mál. Erlendir áhugamenn um tungumál hljóta að eiga erfitt með að trúa því að mæltu máli tungu, sem ekki hefur breyst meira en svo, að hvert læst mannsbarn getur lesið og skilið hinar frægu og fornu ís- lendingasögur, sé ekki sýndur meiri sónti en svo, að það sé yfirleitt ekki kennt í einum einasta skóla landsins. öll ís- lenskukennsla fjalli um skrifað mál, sökum þess að yfirvöld- um hafi lóðst að koma sér saman um samræmdan framhurð móðurmólsins. Þótt þeim, sem kenna íslensku í skólum okkar, ætti ekki að verða skotaskuld úr því að leiðrétta meinlegustu villur í framburði nemenda, þá ber hins að minnast, að hér á landi hefur enn engin samræming framburðar átt sér stað. Á alþingi í vor, þann 5. mai sl. var samþykkt þingsályktun um íslenskukennslu i Ríkisútvarpinu svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikissljórninni að sjá svo um, að kennsla og fræðsla i Rikisútvarpinu í öllum greinum móðurmálsins verði elfd.“ Greinargerð flutningsmanna hefst á þessum tveim setn- ingum:

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.