Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Side 34

Morgunn - 01.06.1979, Side 34
32 MORGUNN tillögunnar tolja i greingargerð sinni, að islensk tunga eigi scrstaklega i vök að verjast hvað snertir talað mál, frarnburð og framsögn, þá liggur vitanlega i augum uppi, að nú er kominn timi til þess að taka einhverja stefnu i þessum efnum. Það verður að taka ákvörðun um hváð eigi að kenna. Þó þess sé ta;plega að vænta að við Islendingar getum allir orðið ásáttir um það fremur en annað, þá vona ég þó, að slík ákvörðun eigi ekki eftir að vekja jafnákafa geðshræringu með mönnum og umræðurnar um islenska stafsetningu, sem alls ekki verður hér gerð að umræðuefni. Ég leyfi mér að halda áfram þessari umræðu um mælt mál á þeim forsendum, að flestum komi saman um það, að ekki heri að virða algjörlega að vettugi það mikla og kostnaðar- sama starf, sem þegar hefur verið leyst af hendi til rannsókna á islensku málfari, sem hafði það að markmiði að samræma islenskan framburð, svo við gætum eignast fagran og skýran framburð á móðurmálinu, sem hægt væri að kenna hverjum sem hann vildi lileinka sér. Hér á ég að sjálfsögðu við hinar merku málvísindarannsóknir dr. Rjörns Guðfinnssonar. Skal hér nú aðeins drepið á það hvernig dr. Björn sneri sér í fram- hurðarmálinu að loknum mállýskurannsóknum sinum, og verður aðeins minnst á nokkur meginatriði. III. Dr. Björn valdi úr 8 mállýskuflokka, en ]>eir voru jiessir: 1) harðmæli — linmæli, 2) rödduð hljóð eða órödduð á undan p, t og k, 3) hv - kv, 4) (íg - j), 5) rn, rl - (r)dn, (r)dl, 6) réttmæli - flámæli, 7) einhljóð eða tvihljóð á undan ng, nk, 8) einhljóð eða tvíhljóð á undan gi (ji). Þessum mállýskuflokkum lýsir dr. Björn svo í bók sinni ,.Breytingar á framburði og stafsetningu“. Hann kynnir flokk-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.