Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 36

Morgunn - 01.06.1979, Page 36
34 MORGUNN 2) hv-framburS, 3) harSmœli, en hafna skal þá jafnframt flámœli, kv-jramburSi og linmœli. Samkvæmt þessu skal t. d. hera fram 1) lifa, muna, vera, för, en ekki lefa, möna, vira, fur. 2) Hvalur, hvítur, hvolpur, en ekki kvalur, kvítur, kvolpur. 3) tapa, láta, sazkja, aka, en ekki taba, láda, sazgja, a-ga. III. lafnhliða þessari samræmingu skal stuðla að varð- veislu ýmissa fornra og fagurra mállýskna, sem enn ber nokk- uð á í landinu og komið gæti til greina, að síðar yrðu felldar inn i hinn samræmda framburð (þ. e. sérstaklega rn-, rl- fram- burðinn skaftfellska og raddaSa framburÖinn „norðlenska“. Og hvernig var svo tillögum dr. Björns Guðfinnssonar tek- ið? Mjög vel. Prófessorar norrænu deildar háskólans sömdu meira að segja þegar reglugerð um kennslu í framburði, sem dr. Björn lagði til. Nægir í þessu efni að vitna í bréf, sem dr. Sigurður Nordal prófessor sendi menntamálaráðuneytinu um þessar merkilegu rannsóknir og tillögur dr. Björns. Bréf- ið endar á þessum orðum: „Tillögur mínar í þessu máli eru í fáum orðum þær, að menntamálaráðuneytið staðfesti tillögur dr. Björns Guðfinns- sonar um samræmingu framburðarins í aðalatriðum og gefi út fyrirmæli eða reglugerð um það, að í Leikskóla Þjóðleik- hússins og kennaraskólanum fyrst og fremst verði keppt aÖ því markvisst að kenna framburð málsins í samræmi við þær. Annars staðar verði samræmingu framburðarins hagað eftir þvi, sem hægt er og með samráði sérfræðinga í þessum efn- um. (Auk dr. Björns eru fremstir sérfræðingar þeir prófessor dr. Stefán Einarsson og dr. Alexander Tóhannesson, háskóla- rektor)“. Ég vil bæta því við, að þessir sérfræðingar voru á sama máli og dr. Björn. Þetta bréf er dagsett 14. ágúst 1950. Og dr. Björn var reiðubúinn að hefjast handa, en þá dró hinn hættulegi sjúkdómur hans hann til dauða. Siðan ei u liðin

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.