Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 37

Morgunn - 01.06.1979, Page 37
MÆLT MÁI, 35 tæp 30 ár og enginn hefur gert neitt í þessu stórmáli íslenskr- ar tungu. Allir menntamálaráðherrar og skólamenn hafa steinsofið á þessu máli. Er ekki mál að vakna? IV. Ég hef kennt framburð, framsögn og mælt mál í 30 ár. Ég kynnti mér þegar rannsóknir og tillögur dr. Björns Guð- finnssonar og hef alla tíð siðan kennt réttmæli sérhljóða, hv- framburð og harðmæli. ltg hafði þegar stofnað minn eigin leiklistarskóla áður en slíkur skóli var stofnaður við Þjóðleik- húsið og kenndi í báðum þessum skólum i mörg ár. Sérfag mitt var einmitt framsögn, svo leiklistarnemendur fengu þau árin einmitt kennslu í því, sem dr. Sigurður Nordal lagði áherslu á í bréfi sínu til menntamálaráðuneytisins, þótt aldrei kæmi staðfest reglugerð um þetta frá ráðuneytinu. Ég hef einnig kennt fjölda annarra á námskeiðum og í einkatímum, þ. á m. háskólakandidötum og doktorsefnum, þvi jafnvel há- skólinn hefur ekki fremur en aðrir skólar neina kennslu i mæltu máli. Þó útskrifast þar menn á hverju ári, sem ekki eiga lítið undir málfari sínu, svo sem kennarar, prestar og lögfræðingar. Guðfræðideildin ein hefur sýnt þá rögg af sér að krefjast þess að kandídatar sýni vottorð frá viðurkenndum framsagnarkennara til þess að geta fengið að ljúka prófi. Af langri reynslu veit ég að það er auðvelt að kenna t. d. harðmæli og hv-framburð. En ég er fæddur í Reykjavík þar sem hvorugt tíðkast og varð því að byrja á sjálfum mér. Við af linmælissvæðunum á landinu Jiurfum að temja okkur harðmæli og hætt að rugla saman t og d, p og b og k og hörðu g. En hins vegar þurfa norðlendingar að læra að gera greinarmun á hv og kv. Það sem mér kann að hafa tekist að kenna í þessum efnum í leiklistarskólum hefur vafalaust fljótlega gleymst, þegar nemendur héldu áfram námi i öðrum skólum eða tóku að leika í leikhúsum þar sem enginn skeytir um fagran fram- burð íslenskrar tungu. Það liggur í augum uppi, að í þessu stórmáli fá einstakir kennarar ekki rönd við reist tilhneiging-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.