Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Síða 39

Morgunn - 01.06.1979, Síða 39
MÆLT MÁL 37 þess að flytja hugsanir. Hann les orð, sem hefur verið raðað saman í setningar og áherslur eru annað hvort engar eða meira og minna brenglaðar. Eðlileg hrynjandi tungunnar hverfur með öllu og orðin koma eins og út úr vél en ekki hugsandi veru. ímyndaðu þér að þú heyrir einhvern mælskan vin þinn halda ræðu upp úr sér. Mann, sem veit, eða a. m. k. þykist vita, hvað hann er að tala um og allar áherslur hans og öll hrynjandi er fyllilega eðlileg. Láttu sama mann skrifa niður þessa ræðu og flytja hana af blaðinu og þú þekkir hana ekki lengur. Biddu einhvern að lesa eitthvað fyrir þig upp- hátt, vin þinn eða einhvern á heimili þínu. Hvernig líst þér á? Er þetta fólk ekki læst? Jú, vissulega. En hvernig stendur þá á því að það les allt öðruvísi en það talar? Okkur virðist hafa verið kennt, að lestur felist í þvi að bera fram orð i stað þess að flytja hugsanir jafneðlilega og við tölum. Þetta er auðvitað hverjum einasta manni Ijóst, sem gefur því minnstu gætur. Enda fór svo að einhver snjall maður fann upp nýtt orð til þess að skýra þennan heimskulega mis- mun á lestri og mæltu máli. Hann kallaði þetta „lestrartón“. Og þar með var málið útrætt. Enginn minntist orði á það framar, fremur en hér væri um að ræða eitthvert óviðráð- anlegt náttúruafl, sem allir yrðu að sætta sig við. En auðvitað er engin ástæða til þess. Nemendur minir á þrjátíu ára ferli hafa verið á öllum aldri. Allt frá sextán ára til sjötugs. Ég hef orðið að byrja á þvi í öllum tilfellum að kenna þeim að lesa að nýju, þvi ég geri þær kröfur, að enginn munur sé á mæltu máli og lesnu. Ef þú heyrir mann lesa í Tokuðu herbergi áttu i rauninni ekki að geta vitað hvort hann er að tala eða lesa. Hvort- tveggja er flutningur hugsunar. Þegar ég hóf að kenna varð ég auðvitað þegar i stað var við þennan gifurlega mun á lestri fólks og mæltu máli þess. Hvað olli því, að maður, sem i samtali beitir fyllilega skynsamlegum og eðlilegum áhersl- um og hrynjandi, verður eins og hugsunarlaus bjálfi á að hlýða, þegar hann les upphátt? Þetta varð þvi að rannsaka betur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.