Morgunn - 01.06.1979, Blaðsíða 39
MÆLT MÁL
37
þess að flytja hugsanir. Hann les orð, sem hefur verið raðað
saman í setningar og áherslur eru annað hvort engar eða
meira og minna brenglaðar. Eðlileg hrynjandi tungunnar
hverfur með öllu og orðin koma eins og út úr vél en ekki
hugsandi veru. ímyndaðu þér að þú heyrir einhvern mælskan
vin þinn halda ræðu upp úr sér. Mann, sem veit, eða a. m. k.
þykist vita, hvað hann er að tala um og allar áherslur hans
og öll hrynjandi er fyllilega eðlileg. Láttu sama mann skrifa
niður þessa ræðu og flytja hana af blaðinu og þú þekkir hana
ekki lengur. Biddu einhvern að lesa eitthvað fyrir þig upp-
hátt, vin þinn eða einhvern á heimili þínu. Hvernig líst þér
á? Er þetta fólk ekki læst? Jú, vissulega. En hvernig stendur
þá á því að það les allt öðruvísi en það talar? Okkur virðist
hafa verið kennt, að lestur felist í þvi að bera fram orð i stað
þess að flytja hugsanir jafneðlilega og við tölum.
Þetta er auðvitað hverjum einasta manni Ijóst, sem gefur
því minnstu gætur. Enda fór svo að einhver snjall maður
fann upp nýtt orð til þess að skýra þennan heimskulega mis-
mun á lestri og mæltu máli. Hann kallaði þetta „lestrartón“.
Og þar með var málið útrætt. Enginn minntist orði á það
framar, fremur en hér væri um að ræða eitthvert óviðráð-
anlegt náttúruafl, sem allir yrðu að sætta sig við. En auðvitað
er engin ástæða til þess.
Nemendur minir á þrjátíu ára ferli hafa verið á öllum
aldri. Allt frá sextán ára til sjötugs. Ég hef orðið að byrja á
þvi í öllum tilfellum að kenna þeim að lesa að nýju, þvi ég
geri þær kröfur, að enginn munur sé á mæltu máli og lesnu.
Ef þú heyrir mann lesa í Tokuðu herbergi áttu i rauninni
ekki að geta vitað hvort hann er að tala eða lesa. Hvort-
tveggja er flutningur hugsunar. Þegar ég hóf að kenna varð
ég auðvitað þegar i stað var við þennan gifurlega mun á
lestri fólks og mæltu máli þess. Hvað olli því, að maður, sem
i samtali beitir fyllilega skynsamlegum og eðlilegum áhersl-
um og hrynjandi, verður eins og hugsunarlaus bjálfi á að
hlýða, þegar hann les upphátt? Þetta varð þvi að rannsaka
betur.