Morgunn - 01.06.1979, Page 42
40
MORGUNN
mannsandans tvíeggjað sverð. Má likja þessum fjölmiðlum
við rafmagnið, sem bæði má nota til að færa okkur birtu og
yl, en einnig til þess að pynda fólk eða jafnvel taka það af
lífi. Það er þvi ekkert smámál, hvernig á slíkum tækjum er
haldið. Eins og við vitum hafa þegar hafist deilur um það,
hvað og með hverjum hætti eigi að birta efni í útvarpi og
sjónvarpi. Þessar deilur eru mjög oft stjórnmálalegs eðlis og
þess vegna erfiðar úrlausnar i þjóðfélagi, þar sem rit- og
skoðanafrelsi ríkir. Þetta eru viðkvæm mál og skal engin
tilraun gerð til þess hér að finna einhverja allsherjarlausn á
þessum vanda. Hins vegar ættum við ekki að þurfa að deila
mjög ákaft um það, að útvarp og sjónvarp veitir okkur stór-
kostleg ný tækifæri til þess að auka í rikum mæli hvers konar
fræðslumiðlun af öðru tagi en því, sem snertir stjórnmál.
Þannig held ég að flestum komi saman um það, hve fróðlegir
og nauðsynlegir þeir þættir útvarpsins eru sem fjalla um
móðurmálið, svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar eru þeir sama
marki brenndir og annað, sem um íslensku fjallar, að þar er
svo til eingöngu rætt um ritað mál, en lifandi framburður
móðurmálsins látinn lönd og leið. Þetta er okkur vitanlega
til skammar og geta skólamenn og unnendur móðurmálsins
nú ekki sætt sig lengur við slíkan sofandahátt. Við verðum
þegar að hefjast handa um einhvers konar samræmdan fram-
burð, annars er ekki hægt að kenna framburð íslenskrar tungu
neins staðar.
Þeir sem hafa haft og koma til með að hafa sterkust áhrif
á fagran framburð íslenskunnar eru þulir Ríkisútvarpsins.
Islenska ríkisútvarpið var frá upphafi mjög lánsamt i vali
þula að þessu leyti. Ekki sökum þess að nein stefna væri til
í framburði móðurmálsins þá fremur en nú, en fremur af
þeim ástæðum, að þeir sem völdust til þularstarfa upphaflega
var fólk, sem unni móðurmáli sínu og lagði sig fram við að
vanda málfar sitt og tókst það svo vel að til fyrirmyndar
mátti teljast. Það var engin tilviljun, að Sigrún ögmunds-
dóttir og Þorsteinn ö. Stephensen voru vinsælustu persónur
á þessu landi i langa hríð. Þeir lón Múli Ámason og Pétur