Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 43

Morgunn - 01.06.1979, Page 43
MÆLT MÁL 41 Pétursson hafa að miklu leyti erft þessar vinsældir, enda góð- ir þulir, en sá er galli á þeim að þeir hafa svo gjörólíka radd- beitingu, að taki annar við af hinum verður að endurstilla viðtækið. En nú þarf að taka upp ákveðna stefnu i framburðarmálun- um og þar verður Rikisútvarpið að gegna mikilvægu hlutverki. Það þarf að samræma framburð þula útvarps og sjónvarps. Og ekki einungis hvað snertir framburð, heldur þarf einnig að koma hér til samræming í raddbeitingu, sem er nú talsvert ábótavant. Kemur það fram í þvi, að raddstyrkur er svo mis- jafn hjá hinum ýmsu þulum, að hlustandi verður stundum að endurstilla viðtæki sitt eftir þvi hver þulurinn er. Þetta er vitanlega algjör óþarfi. Þá hefur það komið fyrir oftar en einu sinni, að góð erindi hafa verið eyðilögð í flutningi höfunda sinna. Það þarf að sjálfsögðu allt aðra hæfileika til þess að flytja erindi eða semja það. Enda hefur sú stefna Rikisútvarpsins að láta höf- unda oftast sjálfa flytja erindi sín oft verið dýru verði keypt. Við höfum jafnvel heyrt menn með biluð raddbönd eyði- leggja þannig ágæt erindi eftir sjálfa sig. Þetta verður að taka fastari tökum. Stjórnendur útvarpsins mega ekki gleyma þvi, að þeir bera ábyrgð á þokkalegum flutningi útvarpsefnis. Engum manni er greiði gerður með því að leyfa honum að eyðileggja fyrir sjálfum sér gott útvarpsefni. Það þarf því að prófa þá, sem ekki hafa talað áður í útvarp og veita þeim nauðsynlega aðstoð, ef þeir eru færir um það. En vitanlega er ekki almennt hægt að búast við sæmilegum flutningi útvarpserinda fyrr en hætt verður að kenna Islend- ingum kolvitlausan lestur og þeir læra að lesa jafneðlilega og þeir tala, eins og sýnt hefur verið fram á i þessu erindi. tfr því að svo er komið, að þingmönnum okkar er farið að blöskra niðurlæging mælts máls og flytja og fá samþykkta um það þingsályktunartillögu, þá taldi ég mér skylt, sem unnandi móðurmálsins að reyna að gera nokkra grein fyrir þvi, hvað ég tel að gera þurfi til þess að hægt sé að bæta úr þessu. En það verður ekki gert án þess að taka einhverjar

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.