Morgunn - 01.06.1979, Síða 45
WERNER VON BRAIJN:
VÍSINDIN OG GUÐ
„Nú á tímum eru ljósir fyrir okkur fleiri af leyndardóm-
um náttúrunnar en áður en hinar visindalegu rannsóknir
hófust. En þetta veilir okkur alls enga áslæðu til að trúa því,
að Guð geti ekki haldið stöðu sinni á okkar timum, eins og
hann gerði áður en hinar vísindalegu rannsóknir hófust á
sköpunarverki hans, með fjarsjám og rafeindatækjum.“
Þetta segir Werner von Braun í þessu ágripi að tilvitnun
í kjarna málsins: vísindin og Guð. Von Braun er einn af
heimsins fremstu geimvísindamönnum. Hann er yfiirmaður
Marshall-geimrannsóknamiðstöðvarinnar i Bandaríkjunum og
einn af aðalmönnunum, sem unnu að gerð Gemini-áætlun-
arinnar, sem varð til þess að fyrsta maunaða geimfarið lenti
á tunglinu árið 1969.
„Það er ein af harmsögum okkar tíma, að visindin og trúar-
brögðin hafa komizt i andstöðu hvort viS annað. Þessi tvö öfl
—• vísindin og trúarbrögðin —• eru einmitt tvö sterkustu öflin,
sem skapað hafa núverandi menningu. Með visindunum reyn-
ir mannkynið að læra meira um leyndardóma náttúrunnar.
Með trúnni reynir maðurinn að skilja skaparann.
Þessi tvö „sjónarmið“ eru ekki háð hvort öðru, en fyrir mig
er erfill: að skilja visindamann, sem ekki skynjar æðri raun-
veruleika bak við uppruna alheimsins. Eins er það erfitt að
skilja guðfræðing, sem afneitar vísindalegri þróun. Vísindi og
trú eru nefnilega fjarri því að vera óháð hvort öðru og þau
eru heldur ekki öfl, sem beinast hvort gegn öðru. Þvert á móti
má líkja þeim við tvo bræður, sem berjast sameiginlega fyrir
hetri heimi, á þann hátt, að þegar vísindin reyna að afhjúpa
náttúruöflin i kringum okkur, ]iá reynir trúin að uppgötva