Morgunn - 01.06.1979, Síða 46
44
morgunn
öflin, sem í okkur búa, þannig að smám saman komumst við
yfir meiri þekkingu á náttúrunni, verðum hrifnari og auð-
mýkri gagnvart skipulagningunni og fullkomnuninni, sem
aldrei bregzt í náttúrunni. Fremur yfirborðsleg þekking okk-
ar á alheiminum og lögmálum hans hefur samt gert okkur
kleift að senda fólk frá þess náttúrlega umhverfi og flytja
það örugglega til baka aftur úr geimnum til okkar og jarð-
arinnar okkar.
Oendanlegur alheimur.
Með geimferðunum erum við að byrja tilraunir til þess að
opna „dyrnar“ að óendanlegum alheimi. Það sem við nú get-
um séð af leyndardómum alheimsins „gegnum rifuna á þess-
um dyrum“ staðfestir aðeins trú okkar á skapara hans. Mað-
urinn getur með takmörkuðum skilningi sinum ekki gert sér
grein fyrir alls staðar nálægum, almáttugum, alvitrum og ei-
lífum GUÐI. Hver einasta tilraun til að skapa sér mynd af
Guði og síðan reyna að skilja Guð, sannar ennþá betur mikil-
leika Hans. Ég trúi því, að það bezta sé, að við, með trú okkar,
viðurkennum Guð. Það veitir okkur hugsvölun að hugsa
okkur Guð sem föður okkar a'llra og þar næst sú hugsun, að
allir menn eru bræður og systur. Þessi hugsun ætti að vera
mælikvarði á allar siðferðislegar hugsanir.
Vísindamenn vita aðeins, að ekkert í náttúrunni verður
brotið niður og eyðilagt, en verður i staðinn ummyndað og
breytt í aðra tegund orku. Hin minnsta smáögn getur ekki
horfið sporlaust. 1 náttúrunni þekkist ekki eyðing, aðeins
breyting. ViH maður þá trúa því, að Guð hafi minna aflögu
fyrir meistaraverk sitt: Manninn sjálfan. Fyrir mér er ódauð-
leikinn framhald á andlegri tilveru okkar eftir dauðann. Mað-
urinn hefur frá árdögum sögunnar borið í brjósti sér trú á líf
eftir dauðarm. Þessi trú hefur verið grundvallaratriði í öllum
frumstæðum menningar- og trúarlegum heimspekihugleiðing-
um. Þýðing þessara staðreynda er víða meiri en einkaskýr-
ingar heimspekinga og guðfræðinga á þvi, hverju við megum
búast við, þegar við deyjum þessum heimi. Frá árdögum hef-