Morgunn - 01.06.1979, Síða 49
VÍSINDIN OG GUÐ
47
eitthvað af leyndardómum alheimsins, koma þau smám samari
inn á svið, sem áður voru óþekkt eða eingöngu voru notuð á
trúarlegum grundvelli. Hver ný reynsla — eðlisfræðileg eða
sálræn — verður að falla inn í eitthvert mynztur, sem veitir
hvort tveggja, trú og tilgang. Það er mannkynið, sem rann-
sakar alheiminn, gerir tilraunir og leitar sannleikans. Það er
ekki aukaatriði, það tekur vissulega þátt í þróunarferli sköp-
unarinnar. Maðurinn sjálfur er einmitt æðsti árangur sköp-
unarverksins. Sú staðreynd, að sifellt fleiri undur sköpunar-
verksins koma í ljós, eru manninum mikils virði. Einfaldast
er að líkja vísindunum og trúarbrögðunum við tvo glugga í
húsi og athuga heiminn eða nágrannana gegnum þá. (Það
eru fleiri gluggar á húsinu: listir, bókmenntir og saga). Það,
sem við kunnum að sjá út um gluggana á þessu húsi, sem við
höfum hugsað okkur, verður að falla inn í það líkan, sem við
höfum gert okkur af alheiminum og stöðu okkar þar. Þegar
það fellur ekki saman, verðum við að breyta takmarki okkar
og reyna að auka getu okkar til þess að skilja sköpunarverkið.
1 okkar nútímaþjóðfélagi getur það litið þannig út — og marg-
ir halda að svo sé — að vísindalegar framfarir geti valdið því
að guðrækileg trú sé orðin úrelt og óáreiðanleg. Þeir geta ekki
skilið hvers vegna við ættum að „trúa“ á eitthvað, ]iar sem
vísindin segja okkur, að nú „vitum“ við svo mikið. Einfald-
asta svarið við slíkum fullyrðingum er, að nú á timum eru
ljósir fyrir okkur margir þeir leyndardómar, sem voru okkur
huldir áður en vísindalegar rannsóknir hófust. En þetta gefur
okkur enga ástæðu til að halda að Guð geti ekki haldið stöðu
sinni nú á tímum eins og Hann gerði áður en vísindalegar
rannsóknir á sköpunarverki Hans hófust með fjarsjám og raf-
eindatækjum.
Jafnvel þó að vísindin séu ekki nein trúarbrögð, gegna þau
í krafti síns tilgangs, hagnýtingar sinnar og rannsókna sann-
leikans vegna, guðrækilegu hlutverki. Skaparinn opinberar
sig einmitt í sköpunarverki sínu og það er eins og Oharles A.
Coulton segir: „Vísindin hjálpa okkur að skapa mynd af
GUÐI.“ Við verðum að muna, að vísindin eru aðeins til vegna