Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Side 53

Morgunn - 01.06.1979, Side 53
STF.RK DUI.RÆN AHRIF 51 Tónleikarnir í Borgarbíói hófnst svo á tilsettum tíma síðar þennan sama dag. Á efnisskránni var m. a. sónata eftir Beet- hoven. Þegar ég var að leika hana, fannst mér eins og mér væri lyft upp úr stólnum og ég yfirgæfi efnislíkamann. Á sömu stundu sá ég sjálfan mig leika og jafnframt fannst mér ég vera staddur í læikningaherbergi Ölafs Tryggvasonar. Um leið fann ég að ég lék betur en nokkru sinni áður, og það var eins og mikil birta léki um mig. Á þeim tónleikum sem ég hef leikið síðan hef ég orðið fyrir hliðstæðum áhrifum. Að vísu fer ég aldrei í herbergi Ólafs, en það gerist aftur og aftur að ég yfirgef efnislíkamann og á meðan leikur einhver kraftur á píanóið - kraftur sem er mun færari í tónlist en ég get nokkurn tíma orðið. Þessu til staðfestingar má líta á þá gagnrýni, sem ég hef hlotið fyrir tónlistarflutning minn. Hún hefur orðið allt önnur og miklu betri frá því ég varð fyrir þessum áhrifum á Akureyri. Hvað sjálfan mig snertir, þá er það engin spurning, að j>etta er staðfesting þess að til er æðri og betri heimur en sá sem við lifum i. Mörg okkar jarðarbarna leitum ákaft að sannleikanum og viljum fá að vita hvað taki við eftir dauð- ann, en því get ég ekki svarað. En hvað mig snertir sem tón- listarmann er ég sannfærður um, að tónlistin sjálf getur opnað sýn inn á æðri svið“. Já, þetta voru hin athyglisverðu orð, sem þessi fra'gi tón- listarmaður, Martin Berkofsky, sagði í viðtali við blaðið Dag á Akureyri um dulræna reynslu sina í lækningaherbergi Ölafs heitins Tryggvasonar, tengdaföður síns. En eins og fleiri sérfróðir menn veit hann ekkert um þær miklu uppgötvanir sem vísindih eru að gera um þessar mundir og styðja eindregið þá skoðun, að lif sé að þessu loknu. Bókin sem svo mjög greip hug hans vegna frásagnar og auðmýktar hins mikla Brahms, hefur sennilega verið fyrsta bókin sem hann hefur lesið um dulræn fyrirbæri.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.