Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 57

Morgunn - 01.06.1979, Page 57
RITSTJÓRARABB 55 Sigríði Krislinsdóttur ILniilsson, sem lést hér á sjúkrahúsi eft- ir langvarandi veikindi þann 27. september 1978, hálf-áttræð að aldri. Sigriður var dóttir hjónanna Kristins Magnússonar og Mar- íu Sigurðardóttur, sem siðast hjuggu á Geirhildargörðum i öxnadal í Eyjafirði. Sigríður missti foreldra sína, þegar hún var um fermingaraldur og var síðan vinnukona á ýmsum bæjum. Við Sigriður gengum i hjónaband á Akureyri 1922. Þaðan lluttum við til Kanada vorið 1927 með þrjú böm og settumst að í Siglunesbyggð í Manitobafylki. Þar eignuðumst við önn- ur þrjú börn og stunduðum þar búskap i 40 ár; fluttum síðan i eigið hús i Ashern i Manitoba, og þar er ég nú karl á níra'ð- is aldri í skjóli dóttur minnar. Þessu bréfi fylgja kærar kveðjur og heillaóskir. Með þakklæti og virðingu, Gísli Emilsson“. Þetta indæla bréf þakkar Sálarrannsóknaféleg Islands af einlægum hug og þá ekki siður hina myndarlegu og fögru peningagjöf Gísla til félagsins, sem eru 2000 kanadiskir dalir. Sálarrannsóknafélagið óskar þessum góða, gamla manni allr- ar blessunar og fullvissar hann um það, að þessu fé muni vel varið.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.