Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Side 58

Morgunn - 01.06.1979, Side 58
ÆVAR R. KVARAN: Erlendur Haraldsson: ÞESSA HEIMS OG ANNARS. Upphaf könnunar á dulrœnni reynslu íslendinga, tráaruiShorfum og þfóStrú. Bókaforlagið Saga 1978. Að dómi þess sem þetta skrifar er útgáfa þessarar bókar mikil og góð tíðindi. Þeim sem af einlægni vilja leita sann- leikans fordómalaust hljóta hvers konar nauðsynlegar und- iibúningsrannsóknir hæfra og vel menntaðra vísindamanna að vera fagnaðarefni. En gerum okkur þess fulla grein í upphafi, að þetta er aðeins byrjunin. En hún liggur i því að kanna reynslu Islendinga af dulrænum fyrirbærum, trúar- viðhorf þeirra og þjóðtrú nú á síðari hluta tuttugustu aldar. Þessar umfangsmiklu kannanir náðu til um ellefu hundruð manna hér á landi. Á síðastliðnu ári flutti sá sem þetta skrifar fimm erindi í útvarp þar sem rakin voru dulræn fyrirbæri í fornsögum okk- ar, því trú á yfirnáttúrleg fyrirbæri hafa verið hér landlæg allt frá upphafi landnáms. Frásagnir um fyrirboða, vitranir, hugboð og fjarsýn, og um forvitra menn og draumspaka er að finna í islenskum bókum allt frá síðustu timum til upp- hafs íslenskrar sagnaritunar.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.