Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 58

Morgunn - 01.06.1979, Page 58
ÆVAR R. KVARAN: Erlendur Haraldsson: ÞESSA HEIMS OG ANNARS. Upphaf könnunar á dulrœnni reynslu íslendinga, tráaruiShorfum og þfóStrú. Bókaforlagið Saga 1978. Að dómi þess sem þetta skrifar er útgáfa þessarar bókar mikil og góð tíðindi. Þeim sem af einlægni vilja leita sann- leikans fordómalaust hljóta hvers konar nauðsynlegar und- iibúningsrannsóknir hæfra og vel menntaðra vísindamanna að vera fagnaðarefni. En gerum okkur þess fulla grein í upphafi, að þetta er aðeins byrjunin. En hún liggur i því að kanna reynslu Islendinga af dulrænum fyrirbærum, trúar- viðhorf þeirra og þjóðtrú nú á síðari hluta tuttugustu aldar. Þessar umfangsmiklu kannanir náðu til um ellefu hundruð manna hér á landi. Á síðastliðnu ári flutti sá sem þetta skrifar fimm erindi í útvarp þar sem rakin voru dulræn fyrirbæri í fornsögum okk- ar, því trú á yfirnáttúrleg fyrirbæri hafa verið hér landlæg allt frá upphafi landnáms. Frásagnir um fyrirboða, vitranir, hugboð og fjarsýn, og um forvitra menn og draumspaka er að finna í islenskum bókum allt frá síðustu timum til upp- hafs íslenskrar sagnaritunar.

x

Morgunn

Subtitle:
tímarit Sálarrannsóknarfélags Íslands
Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1022-5013
Language:
Volumes:
79
Issues:
155
Registered Articles:
Published:
1920-1998
Available till:
1998
Locations:
Publisher:
Sálarrannsóknafélag Íslands (1920-present)
Keyword:
Description:
Sálarrannsóknir, spíritismi, dulfræði.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue: 1. tölublað (01.06.1979)
https://timarit.is/issue/332076

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.06.1979)

Actions: