Morgunn - 01.06.1979, Síða 60
58
MORGUNN
andans sé hugmyndin um eilíft líf. Þetta er vitanlega liverju
orði sannara, en hann var ekki sá eini af mestu hugsuðum
mannkynsins, sem var Jieirrar skoðunar. Og hver var niður-
staðan i könnun á þessari skoðun meðal Islendinga? „Hún
virðist þeim sérstaklega hugleikin,“ segir dr. Erlendur. Og
hann heldur áfram: „Trú á framhald lífsins eftir líkamsdauð-
ann er mjög sterk meðal okkar Islendinga. t þessari könnun
voru fleiri vissir um áframhaldandi líf en nokkuð annað sem
spurt var um.“ Þeim sem nokkuð hafa fylgst með hugsunar-
hætti landsmanna að ráði, kemur þetta ekki á óvart, en vissu-
lega gott að fá það staðfest með visindalegri rannsókn. Og
hvað um skynjun manna á beim sem látnir eru? Þvi svarar
höfundur þessarar könnunar á öðrum stað með þessum orð-
um: ,,Af þeim atriðum sem við spurðum um var meiri vissa
um að skynja mætti látna menn en nokkuð annað, að undan-
teknu framhaldslífi."
Við sem haldið höfum fram þeim skoðunum, að líf hljóti
að vera að þessu loknu og hægt sé að skynja og hafa samband
við látið fólk við ákveðin skilyrði getum því fagnað þessum
athyglisverðu niðurstöðum. Þetta er bersýnilega skoðun meiri
hluta þjóðarinnar, þótt kirkjan láti eins og henni komi þetta
ekkert við og áhrif hennar séu i samræmi við það.
Og hver er svo reynslan af huglækningum? Samkvæmt
könnuninni hafa um fjórir menn af hverjum tíu einhvern
tíma leitað til þess fólks, sem reynir að hjálpa sjúkum með
hænum sínum og hugarkrafti eða samhandi við verur ann-
ars heims. Og hver hefur svo árangurinn orðið hjá þeim sem
þetta hafa reynt? Níu aj hverjum tíu töldu slíka aðstoð hafa
orðið til gagns og um þriðjungur til mjög mikils gagns. I hók
dr. Erlends eru birtar margar frásagnir þeirra sem fengið
hafa hata með þessum hætti. Enda væri hægt að fylla margar
bækur af slíkum frásögnum. Isleridingar hafa frá alda öðli
iðulega leitað lækninga hjá öðrum en lærðum mönnum. Og
það stafar alls ekki af neinu þekkingarleysi eða hjátrú. Það
stafar af því, að þetta fólk hefur hvað eftir annað sýnt, að
það getur veitt hjálp, jafnvel eftir að lærðir menn hafa gefist