Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Side 62

Morgunn - 01.06.1979, Side 62
60 MOHGUNN menn nútímans viðurkenni fúslega að mannshugurinn sé okk- ur mikill leyndardómur, þá hafa þær tilraunir sem vísinda- menn hafa staðið fyrir um hann leitt í ljós, að hugur manns- ins býr yfir ótrúlegu og áhrifamiklu afli, sem veldur sýni- legum áhrifum á menn, dýr og jurtir og jafnvel svokallaða „dauða“ hluti (hreyfiaflið). Til þess að minna lesendur ennþá einu sinni á mikilvægi þessarar bókar, get ég ekki stillt mig um að rekja hér úr henni íslenska vísindalega lilraun, sem þeir gerðu í samein- ingu Þorsteinn Þorsteinsson lifefnafræðingur og dr. Erlendur Haraldsson, höfundur bókarinnar. I bókinni segir svo frá tilrauninni: „ögn af geri var sett i vatn sem í voru nokkur næringarefni. Blanda þessi var hrist uns efnin höfðu leyst vel upp í vatn- inu. Síðan var blöndunni hellt í 20 tilraunaglös þannig að í hverju þeirra voru 20 millilítrar. Með tilviljunaraðferð var glösunum síðan skipt i tvo jafnstóra flokka. Annai' flokkur hinna 10 glasa fékk sérstaka meðferð, en hinn var einungis notaður til samanburðar. Meðferðin var i þvi fólgin að nokkr- ir menn, alls 7, voru fengnir til að koma og einbeita sér einn i senn hver að 10 tilraunaglösum. Til þess höfðu þeir 10 mínútur. Þeir máttu gera hvað sem þeir vildu i huganum, en þeir urðu að sitja við borð sem öll 20 glösin stóðu á í tveim rekkum. Ekki máttu þeir snerta glösin; þau 10 sem þeir áttu að einbeita sér að stóðu fyrir framan þá, en samanburðar- glösin til hliðar, en þó ekki svo nálægt að um merkjanlegt hugstreymi gæti verið að ræða sem áhrif kynni að hafa á blönduna i glösunum. Tilgangur tilraunarinnar var að athuga hvort vöxtur gersins yrði hraðari í þeim glösum sem menn- irnir einbeittu sér að en i samanburðarglösunum.“ Það yrði of langt mál hér að rekja þetta frekar orðrétt, en það nægir að segja hér frá þvi, að útreikningur leiddi i ljós að vöxtur gersins i glösunum sem mennirnir reyndu að ,,magna“ með huga sinum varð marktækt meiri en vöxtur

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.