Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 62

Morgunn - 01.06.1979, Page 62
60 MOHGUNN menn nútímans viðurkenni fúslega að mannshugurinn sé okk- ur mikill leyndardómur, þá hafa þær tilraunir sem vísinda- menn hafa staðið fyrir um hann leitt í ljós, að hugur manns- ins býr yfir ótrúlegu og áhrifamiklu afli, sem veldur sýni- legum áhrifum á menn, dýr og jurtir og jafnvel svokallaða „dauða“ hluti (hreyfiaflið). Til þess að minna lesendur ennþá einu sinni á mikilvægi þessarar bókar, get ég ekki stillt mig um að rekja hér úr henni íslenska vísindalega lilraun, sem þeir gerðu í samein- ingu Þorsteinn Þorsteinsson lifefnafræðingur og dr. Erlendur Haraldsson, höfundur bókarinnar. I bókinni segir svo frá tilrauninni: „ögn af geri var sett i vatn sem í voru nokkur næringarefni. Blanda þessi var hrist uns efnin höfðu leyst vel upp í vatn- inu. Síðan var blöndunni hellt í 20 tilraunaglös þannig að í hverju þeirra voru 20 millilítrar. Með tilviljunaraðferð var glösunum síðan skipt i tvo jafnstóra flokka. Annai' flokkur hinna 10 glasa fékk sérstaka meðferð, en hinn var einungis notaður til samanburðar. Meðferðin var i þvi fólgin að nokkr- ir menn, alls 7, voru fengnir til að koma og einbeita sér einn i senn hver að 10 tilraunaglösum. Til þess höfðu þeir 10 mínútur. Þeir máttu gera hvað sem þeir vildu i huganum, en þeir urðu að sitja við borð sem öll 20 glösin stóðu á í tveim rekkum. Ekki máttu þeir snerta glösin; þau 10 sem þeir áttu að einbeita sér að stóðu fyrir framan þá, en samanburðar- glösin til hliðar, en þó ekki svo nálægt að um merkjanlegt hugstreymi gæti verið að ræða sem áhrif kynni að hafa á blönduna i glösunum. Tilgangur tilraunarinnar var að athuga hvort vöxtur gersins yrði hraðari í þeim glösum sem menn- irnir einbeittu sér að en i samanburðarglösunum.“ Það yrði of langt mál hér að rekja þetta frekar orðrétt, en það nægir að segja hér frá þvi, að útreikningur leiddi i ljós að vöxtur gersins i glösunum sem mennirnir reyndu að ,,magna“ með huga sinum varð marktækt meiri en vöxtur

x

Morgunn

Qulequttap nassuiaataa:
tímarit Sálarrannsóknarfélags Íslands
Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1022-5013
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
79
Assigiiaat ilaat:
155
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
Saqqummersinneqarpoq:
1920-1998
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
1998
Saqqummerfia:
Saqqummersitsisoq:
Sálarrannsóknafélag Íslands (1920-Massakkut)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Sálarrannsóknir, spíritismi, dulfræði.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue: 1. tölublað (01.06.1979)
https://timarit.is/issue/332076

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.06.1979)

Actions: